Fréttir

Yfirlýsing Tabú vegna ofbeldis þroskaþjálfa gagnvart fötluðu leikskólabarni

Yfirlýsing Tabú vegna ofbeldis þroskaþjálfa gagnvart fötluðu leikskólabarni

Tabú, feminísk fötlunarhreyfing, gerir alvarlegar athugasemdir við verklag leikskóla Kópavogsbæjar og skort á viðbrögðum sveitarfélagsins vegna ítrekaðra ofbeldisbrota þroskaþjálfa í starfi sínu gagnvart fötluðu barni á tímabilinu 2017-2018. Þá bendir Tabú á augljósar brotalamir í ráðningarferlum hjá Reykjavíkurborg sem hafa verið afhjúpaðar í ljósi þessa máls en umræddur þroskaþjálfi var…
Opið bréf til útvarpsstjóra vegna lélegs aðgengis að vefsvæði RÚV

Opið bréf til útvarpsstjóra vegna lélegs aðgengis að vefsvæði RÚV

Ágæti útvarpsstjóri. Tabú er feminísk hreyfing fatlaðra kvenna sem lætur sig varða hvers kyns hagsmunamál fatlaðs fólks, þ.á.m. aðgengi að þjónustu fyrirtækja og stofnana samfélagsins í víðasta skilningi. Erindi okkar með bréfi þessu er að benda á að vefsíða Ríkisútvarpsins er mjög óaðgengileg blindu og sjónskertu fólki sem notar sérstakan…
Baráttu- og hátíðarkveðjur

Baráttu- og hátíðarkveðjur

Kæru Tabúkonur, baráttusystkini, samverkafólk og aðrir vinir Um leið og við óskum ykkur gleðilegrar hátíðar og friðar og mannréttinda á nýju ári þökkum við samhuginn, samstöðuna og stuðninginn á árinu sem er að líða. Tabú hefur ekki haft mikið á milli handanna né orku til þess að halda úti skipulögðu…
Mat á samstarfsverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA)

Mat á samstarfsverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA)

Af óútskýrðum ástæðum hefur mat á samstarfsverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) aldrei verið birt opinberlega nema að litlum hluta þrátt fyrir að vera opinber gögn.  Matið var unnið fyrir velferðarráðuneytið og iðnaðarráðuneytið og lágu niðurstöður fyrir á vormánuðum 2016. Eins og kemur fram í inngangi skýrslu 1 var markmið…
Yfirlýsing Tabú: Útlendingastofnun og dómsmálaráðherra hunsa Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Yfirlýsing Tabú: Útlendingastofnun og dómsmálaráðherra hunsa Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Tabú er feminísk fötlunarhreyfing sem leggur áherslu á að berjast gegn margþættri mismunun og stuðla að valdeflingu fólks sem upplifir jaðarsetningu á grundvelli margra þátta, t.d. fötlunar, kyngervis og aldurs. Það liggur því beint við að við gagnrýnum harðlega þá ákvörðun Útlendingastofnunnar, með samþykki Sigríðar Á. Anderssen dómsmálaráðherra, að vísa…
Skráning á grunnnámskeið Tabú

Skráning á grunnnámskeið Tabú

Grunnnámskeið Tabú um mannréttindi, fordóma og margþætta mismunun  Grunnnámskeið Tabú er fyrir fatlað og langveikt fólk af öllum kynjum. Á námskeiðinu verður fjallað um hvernig okkur líður þegar réttindi okkar eru brotin vegna þess að við erum langveik og/eða fötluð og mögulega einnig vegna annarra þátta, t.d. af því erum…
Sameiginleg áskorun til íslenskra stjórnvalda vegna viðauka við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Sameiginleg áskorun til íslenskra stjórnvalda vegna viðauka við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Þann 5. júlí sl. sendi Tabú, ásamt Þroskahjálp, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Rannsóknarsetri í fötlunarfræðum, Geðhjálp og Öryrkjabandalagi Íslands sameiginlega áskorun til íslenskra stjórnvalda vegna viðauka við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hana má finna í viðhengi en einnig hér að neðan. Viðauki við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs…
Umsögn Tabú um frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir

Umsögn Tabú um frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir

  Tabú, femínískri fötlunarhreyfingu hefur borist til umsagnar frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, 438. mál. Tabú gerir margvíslegar athugasemdir við efni frumvarpsins og þau markmið sem þar eru sett fram, þó ýmsum framfaraskrefum, t.d. áformum um lögfestingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar, sé fagnað. Sérstaklega er…
Truflandi tilvist – ráðstefna og hátíð

Truflandi tilvist – ráðstefna og hátíð

Hvað á hinsegin fólk, fatlað fólk, fólk af erlendum uppruna og feitt fólk sameiginlegt? Hvernig geta þessir hópar unnið saman og lært hvor af öðrum?Þessum spurningum og fleirum verður velt upp á ráðstefnunni Truflandi tilvist þann 3. og 4. mars næstkomandi. Aðalfyrirlesari er Lydia XZ Brown, Autistic Hoya. Hán er…
Skuggaskimun: Menntamálastofnun tryggir ekki fjölbreytileika í ungmennaráði

Skuggaskimun: Menntamálastofnun tryggir ekki fjölbreytileika í ungmennaráði

Þann 29. nóvember ’16 sendi Skuggaskimun Tabú fyrirspurn til Ungmennaráðs Menntamálastofnunar þar sem óskað var eftir upplýsingum um með hvaða hætti ungmennaráð Menntamálastofnunar endurspeglar margbreytileika ungmenna á Íslandi og hvort (og þá hvaða) formlegu aðferðum Menntamálastofnun beitti við val á fulltrúum í ungmennaráðið. Menntamálastofnun sendi Skuggaskimun Tabú eftirfarandi svar þann 7. desember ’16: „Vísað er…
Tabú hlaut Hvatningarverðlaun ÖBÍ

Tabú hlaut Hvatningarverðlaun ÖBÍ

Á alþjóðlegum baráttudegi fatlaðs fólks, 3. desember ’16, hlaut Tabú Hvatningarverðlaun ÖBÍ í flokki umfjöllunar og kynningar. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Hörpu en auk Tabú hlaut Friðrik Sigurðsson verðlaun í flokki einstaklinga og Dagsól ehf./verlunin Next verðlaun í flokki fyrirtækja og stofnanna.Veittu Tabúkonurnar Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og…
Skuggaskimun: Ungmennaráð Menntamálastofnunar

Skuggaskimun: Ungmennaráð Menntamálastofnunar

Skuggaskimun hefur það hlutverk að kanna starfsemi stofnanna, hagsmunasamtaka, sveitarfélaga og fyrirtækja sem veita almenningi þjónustu, upplýsingar, ráðgjöf og stuðning. Tabú kallar eftir upplýsingum um ungmennaráð Menntamálastofnunar. Mánudaginn 28. nóvember 2016 birtist frétt vefsíðu Menntamálastofnunar um stofnun ungmennaráðs Menntamálastofnunar. Í fréttinni kemur fram með hvaða hætti ráðið var sett saman og…
Siðmennt styrkir Tabú

Siðmennt styrkir Tabú

Í dag, 2. nóvember ’16, var Tabú þess heiðurs aðnjótandi að hljóta styrk frá Siðmennt upp á 100.000 kr. fyrir starf í þágu mannréttinda. Athöfnin var einstaklega ljúf og fór fram í Hátíðarsal Háskóla Íslands þar sem Svavar Knútur spilaði og söng fallega tónlist. Tabú var í hópi öflugs fólks sem…
Tabú á Drangsnesi

Tabú á Drangsnesi

Föstudaginn 28. október 2016 héldu þær Embla og Freyja á Drangsnes og voru með fræðslu í Grunnskólanum á Drangsnesi um fötlunarfordóma og mannréttindi fyrir nemendur, starfsfólk og aðra áhugasama. Nemendur komu einnig frá Hólmavík og var boðið upp á tvo fyrirlestra, annars vegar fræðslu fyrir 11 ára og yngri og hins vegar…
Vilt þú taka þátt í að rjúfa þögnina?

Vilt þú taka þátt í að rjúfa þögnina?

Í tilefni af Druslugöngunni 2016 mun Tabú fjalla sérstaklega um mál sem tengjast drusluskömm, kynverund, kynhneigð, kynlífi, líkamsvirðingu og friðhelgi fatlaðra kvenna og fatlaðs trans fólks frá ofbeldi. Við leitum nú að reynslusögum, frásögnum eða ljóðum jafnt stuttum sem löngum frá fötluðum konum og fötluðu transfólki. Það er trú okkar að…
Tabú hlaut styrk úr Jafnréttissjóði Íslands

Tabú hlaut styrk úr Jafnréttissjóði Íslands

Þann 19. júní hlaut Tabú styrk úr Jafnréttissjóði Íslands. Var þetta í fyrsta sinn sem styrkir voru veittir úr sjóðnum sem stofnaður var í tilefni af 100 ára kosningaafmælinu. Markmið sjóðsins er að styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu. Tabú hlaut 3.000.000 kr.…
Tabú fjallar um kvikmyndina Me before you

Tabú fjallar um kvikmyndina Me before you

Tabú mun næstu daga fjalla um kvikmyndina „Me before you“ sem er byggð á samnefndri bók eftir Jojo Moys. Kvikmyndin elur á hættulegum hugmyndum um verðmæti fatlaðs fólks, kynverund þess og líf. Hún er jafnframt uppfull af staðalímyndum kynjakerfisins og strokar út upplifun og veruleika svarts fólks og fólks sem…
Skuggaskimun: Svör frá Barnahúsi

Skuggaskimun: Svör frá Barnahúsi

Þann 23. mars sl. sendi Skuggaskimun Tabú spurningar til Barnahúss um aðgengi fyrir fatlað fólk í Barnahúsi. Bárust svörn frá Barnahúsi 6 dögum síðar, þann 29. mars. Vegna óvæntra og óviðráðanlegra aðstæðna hefur starfsemi Tabú verið í lágmarki síðastliðinn mánuð og því hefur ekki verið unnt að birta svörin fyrr en…
Nýtt á Tabú: Skuggaskimun

Nýtt á Tabú: Skuggaskimun

Við leggjum áherslu á að rjúfa þögn um veruleika fatlaðra kvenna og fatlaðs transfólks, barna og fullorðna, á forsendum okkar sjálfra og stuðla þannig að samfélagsumbótum, einkum til þess að draga úr margþættri mismunun. Í því skyni höfum við farið af stað með Skuggaskimun sem hefur það hlutverk að kanna starfsemi…
Skuggaskimun: Spurningar til Barnahúss

Skuggaskimun: Spurningar til Barnahúss

Skuggaskimun hefur það hlutverk að kanna starfsemi stofnanna, hagsmunasamtaka, sveitarfélaga og fyrirtækja sem veita almenningi þjónustu, upplýsingar, ráðgjöf og stuðning. Vakin hefur verið athygli okkar á að Barnahús sé ekki að fullu aðgengilegt fyrir fötluð og/eða langveik börn, börn sem þurfa að koma í Barnahús og eiga fatlaða foreldra og…
Ályktun Tabú vegna málþings um sjaldgæfa sjúkdóma

Ályktun Tabú vegna málþings um sjaldgæfa sjúkdóma

Tabúkonur, sem sumar eru með sjaldgæfa sjúkdóma, sjá sig knúnar til þess að álykta vegna málþings sem haldið er í tilefni Dags sjaldgæfra sjúkdóma þann 29. febrúar n.k., og skipulagt er af Einstökum börnum og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Sjö einstaklingar eru þar á mælendaskrá og enginn þeirra er fötluð…
Gleðilegt byltingarár 2016 og takk fyrir allt 2015

Gleðilegt byltingarár 2016 og takk fyrir allt 2015

Það er komið að áramótum enn á ný og alltaf gott að staldra við, skoða farinn veg og horfa fram á við. Tabú hefur vaxið og dafnað í höndum og hjörtum margra fatlaðra kvenna 2015 og mun gera það áfram á komandi ára, án nokkurs vafa. Fyrri helming ársins dvöldum…
Tabú fordæmir brottvísun langveikra barna á flótta

Tabú fordæmir brottvísun langveikra barna á flótta

Tabú tekur undir yfirlýsingu Samtakana ’78 um að fordæma þær aðgerðir sem áttu sér stað þegar hópur hælisleitanda var sendur úr landi í nótt. Við teljum, líkt og Samtökin, nauðsynlegt að sýna samstöðu um að vernda mannréttindi jaðarsettra hópa á flótta. Ljóst er að í þessum hópi eru langveik börn.…
Ljósaganga UN Women 2015: Ræða Freyju Haraldsdóttur

Ljósaganga UN Women 2015: Ræða Freyju Haraldsdóttur

Kæru vinir Um leið og ég býð ykkur öll velkomin vil ég vil þakka fyrir það traust sem mér er sýnt með því að ávarpa og leiða Ljósagöngu UN Women 2015. Það er ánægjulegt að sjá ykkur öll. Ljósagangan markar upphaf 16 daga átaks en 25. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur…
Opið bréf til Omega frá fatlaðri konu

Opið bréf til Omega frá fatlaðri konu

Kæra Omega, Í tilefni svokallaðrar kraftaverkahelgi sem söfnuður yðar stóð fyrir núna um helgina hef ég ákveðið að skrifa yður bréf þetta. Ég er sjálf bæði heyrnarlaus, sjónskert og hreyfihömluð ung kona, en lifi góðu lífi með eigið aðstoðarfólk og ýmiskonar þjónustu á borð við táknmálstúlka- og læknisþjónustu. Ég vissi…
Tabú fordæmir kraftaverkakvöld á Omega: „Blindir munu SJÁ, daufir munu HEYRA og lamaðir munu GANGA.“

Tabú fordæmir kraftaverkakvöld á Omega: „Blindir munu SJÁ, daufir munu HEYRA og lamaðir munu GANGA.“

Tabú, feminísk fötlunarhreyfing, mótmælir harðlega fyrirhuguðum kraftaverkakvöldum á vegum Omega en þar eiga heilarar í nafni trúar að lækna fatlað fólk. Í auglýsingu þeirra segir „Blindir munu SJÁ, daufir munu HEYRA og lamaðir munu GANGA.“ Við Tabúkonur fordæmum að árið 2015 standi áhrifamikill trúarsöfnuður á Íslandi fyrir viðburði sem virðist…
Kröfuskjal fatlaðra kvenna til Alþingis

Kröfuskjal fatlaðra kvenna til Alþingis

Lagt fram 17. nóvember 2015 #ÉgErEkkiEin  Í ljósi þeirra atburða sem áttu sér stað á Nýja-Bæ, rannsókna sem liggja fyrir um háa tíðni ofbeldis gagnvart fötluðum konum, brotalamir réttarkerfisins, þá miklu aðgreiningu sem fatlaðar konur búa við og reynslu okkar allra af margþættri mismunun og ofbeldi í íslensku samfélagi, gerum…
Kröfuskjal fatlaðra kvenna til Ólafar Nordal, innanríkisráðherra

Kröfuskjal fatlaðra kvenna til Ólafar Nordal, innanríkisráðherra

Lagt fram 17. nóvember 2015 #ÉgErEkkiEin Í ljósi þeirra atburða sem áttu sér stað á Nýja-Bæ, rannsókna sem liggja fyrir um háa tíðni ofbeldis gagnvart fötluðum konum og brotalamir réttarkerfisins, og reynslu okkar allra af margþættri mismunun og ofbeldi í íslensku samfélagi, gerum við eftirfarandi kröfur til innanríkisráðherra. Að innanríkisráðherra…
Jafnréttisdagar 2015

Jafnréttisdagar 2015

Jafnréttisdagar Háskóla Íslands fór fram daganna 5.-16. október 2015. Í tilefni af Jafnréttisdögum setti Tabú upp sýninguna Fatlaðar konur skila skömminni sem birtir ljósmyndir Árna Freys Haraldssonar og skilti fatlaðra kvenna úr Druslugöngunni 2014.   Í tengslum við sýninguna var haldinn viðburður mánudaginn 12. október sem bar nafnið „Fatlaðar konur skila skömminni:…
Tabú á Stígamótum

Tabú á Stígamótum

Það er aldrei lognmolla hjá okkur Tabúkonum en fimmtudaginn 24. september tókum við daginn snemma og mættum á morgunverðarfundi Stígamóta. Þar héldum við fyrirlestur um femíníska fötlunarbaráttu og ofbeldi fyrir fullum sal af áhugasömu fólki. Fyrirlesturinn var sá fyrsti í fundarröð Stígamóta um forréttindi og fjölbreytileika. Síðdegis héldum við svo…
Manchesterdvöl Emblu og Freyju

Manchesterdvöl Emblu og Freyju

Eftir sleitulausa fjögurra ára vinnu við mannréttindabaráttu í NPA miðstöðinni og stofnun Tabú vorum við vinkonurnar sammála um að Íslandshvíld væri góð fyrir hugann og hjartað, það væri kominn tími til þess að víkka sjóndeildarhringinn í námi og starfi, kynnast fleira fræða- og baráttufólki og upplifa eitthvað nýtt. Í janúarbyrjun…
Tabú opnar nýja vefsíðu og hefur fötlunarpönk sitt á ný

Tabú opnar nýja vefsíðu og hefur fötlunarpönk sitt á ný

Í dag 9. september opnar Tabú nýja og endurbætta vefsíðu á www.tabu.is. Þar munum við halda áfram femínísku fötlunarpönki í formi greinaskrifa, viðtala og umfjallana um efni tengt líðandi stund. Í haust munum við fjalla um fatlað fólk á átaka- og hamfarasvæðum, holdarfarsmisrétti og fötlun, atvinnu- og menntamál fatlaðs fólks,…
Heiðursviðurkenning Kynfræðifélags Íslands árið 2014

Heiðursviðurkenning Kynfræðifélags Íslands árið 2014

Tabú hlaut í dag, 8. desember 2014, Heiðursviðurkenning Kynfræðifélags Íslands. Frá árinu 2010 hefur Kynfræðifélags Íslands (Kynís) annað hvert ár heiðra einn aðila sem hefur, með einum eða öðrum hætti, elft framgöngu kynfræða á Íslandi. Árið 2014 ákvað stjórn Kynís að veita Tabú og þeim Freyja Haraldsdóttir og Embla Guðrúnar…
Tíu vikna kvennanámskeiði lokið

Tíu vikna kvennanámskeiði lokið

Í kvöld lauk tíu vikna Kvennanámskeiði Tabú sem haldið var í samstarfi við Kvennahreyfingu ÖBÍ. Háskólinn í Reykjavík styrkti námskeiðið með því að hýsa það. Á námskeiðinu fjölluðum við um hugtakið fötlun og hvaða þýðingu það hefur fyrir okkur. Við fjölluðum um femínisma og kynjakerfið, ableisma, klám og klámvæðingu og…
Réttlætisviðurkenning Stígamóta 2014

Réttlætisviðurkenning Stígamóta 2014

Í dag, 21. nóvember 2014, hlaut Tabú Réttlætisviðurkenningu Stígamóta 2014 ásamt fríðum flokki mannréttindafólks. Auk Tabú hlutu sex aðilar viðurkenningu Stígamóta þau Björg G. Gísladóttir, Steinar Bragi, Reykjavíkurdætur, Jóhannes Kr. Kristjánsson, Rótin og Druslugangan. Í fréttatilkynningu Stígamóta vegna viðurkenninganna segir um Tabú: „Mannréttindabaráttu fatlaðs fólks hefur heldur betur bæst liðsauki með…
Fræðsla um Ableisma í Menntaskólanum að Laugarvatni

Fræðsla um Ableisma í Menntaskólanum að Laugarvatni

Í dag þann 20. nóvember 2014 fór Embla Guðrúnar Ágústsdóttir í heimsókn í Menntaskólan að Laugarvatnið þar sem hún hélt fræðsluerindi fyrir alla nemendur skólans. Nemendur tóku vel á móti Emblu og beindu góðum spurningum til hennar að loknum fyrirlestri. Fjallað var um heimsóknina á vefsíðu skólans og koma þar fram tilvitnanir…
Embla í Íslandi í dag

Embla í Íslandi í dag

Embla fór í viðtal í Ísland í dag á Stöð 2 og fjallaði þar tæpitungulaust um viðhorf fólks til fatlaðs fólks og mikilvægi þess að breyta þeim. Í viðtalinu segir Embla meðal annars: „Ef ófötluð kona er með fötluðum manni, finnst mörgum hún vera góð og kjörkuð. Þessi kona fær klapp…
Námskeið fyrir fatlaðar konur: fötlunarfordómar, kynjamisrétti og mannréttindabarátta

Námskeið fyrir fatlaðar konur: fötlunarfordómar, kynjamisrétti og mannréttindabarátta

Námskeið fyrir fatlaðar konur: Fötlunarfordómar, kynjamisrétti og mannréttindabarátta Námskeiðið er samstarfsverkefni Tabú og Kvennahreyfingar ÖBÍ. Fjallað verður um áhrif og afleiðingar fötlunarfordóma, kynjamisréttis, klámvæðingar og ofbeldis á líkamsímynd, kynverund og stöðu mannréttinda fatlaðra kvenna. Markmið námskeiðsins að skapa öruggt rými fyrir fatlaðar konur svo við getum deilt reynslu okkar án þess að…
Liðsauki hjá Tabú

Liðsauki hjá Tabú

Tabú hefur fengið til sín liðsauka, hana Arndísi Lóu, sem taka mun að sér þýðingar fyrir vefsíðuna. Arndís Lóa Magnúsdóttir er fædd árið 1994 og kemur úr Vesturbæ Reykjavíkur. Hún lauk stúdentsprófi af málabraut Menntaskólans við Hamrahlíð um jólin 2013 og stundaði síðastliðið misseri tungumálanám erlendis. Í haust hóf hún BA-nám…

Námskeið um það sem ekki má tala um!

Texti á mynd: Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Freyja Haraldsdóttir munu halda tvö námskeið á vegum Tabú þar sem fjallað verður um sjálfsmyndir, alls konar líkama, mannréttindi, frelsi, sjálfræði og ýmislegt annað sem tengist fötluðu fólki og má alls ekki ræða. Um er að ræða tvö sérsniðin námskeið en þau eru: Fyrir foreldra fatlaðra barna…