Greinar

Nýárskveðja Tabú 2020

Nýárskveðja Tabú 2020

Um leið og Tabú óskar ykkur gleðilegrar hátíðar viljum við þakka fyrir árið sem er að líða. Það hefur verið með öðrum hætti en oft áður og höfum við þurft að finna skapandi leiðir til þess að standa saman og halda baráttunni áfram. Í byrjun árs tók Tabú þátt í…
Sjö ára afmæli með aðstoð: hugleiðingar um NPA

Sjö ára afmæli með aðstoð: hugleiðingar um NPA

Höfundur: Sigrún Bessadóttir Það er fimmtudagssíðdegi. Sonur minn er að fara að halda upp á sjö ára afmælið sitt í skemmtigarði í Helsinki þar sem við búum. Von er á fimmtán börnum sem ætla að ærslast og skemmta sér í einn og hálfan tíma. Við foreldrarnir og sonurinn mætum tímanlega. Með…
Skammarillgresið

Skammarillgresið

Höfundur: Jana Birta Björnsdóttir, Msc í lífeindafræði og Tabúkona English version here Förum aftur til ársins 1994, ég er stödd í búð með mömmu. Skódeildin grípur athygli mína og ég gleymi mér í að skoða allskonar flotta skó. Ég finn að einhver horfir á mig, ég lít upp og þar…
Ræða Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur

Ræða Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur

Ræða Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur á mótmælum 1. desember 2018  Við erum saman komin hér í dag vegna þess að kerfislægt hatur hefur opinberast okkur. Hatur gegn jaðarsettum hópum — konum sem dirfast að láta til sín taka á Alþingi, gegn fötluðu fólki, gegn hinsegin fólki, gegn karlmönnum sem falla…
Heimilisofbeldi og fötlun: hver hefur skilgreiningarvaldið?

Heimilisofbeldi og fötlun: hver hefur skilgreiningarvaldið?

Erindið var flutt af Freyju Haraldsdóttur á málþinginu Gerum betur – áhrifaríkar aðferðir og helstu hindranir í vinnu með heimilisofbeldismál Ég vil byrja á að þakka fyrir að fá að vera hér í dag og fagna viðfangsefni þessarar ráðstefnu sem er þarft. Ég heiti Freyja Haraldsdóttir, er talskona Tabú, feminískrar…
Mikilvægi samtvinnunar í feminískum byltingum: Fatlaðar konur og #metoo

Mikilvægi samtvinnunar í feminískum byltingum: Fatlaðar konur og #metoo

Erindi flutt á málþingi á vegum Félags – og mannvísindadeildar Háskóla Íslands 13. apríl sl. undir yfirskriftinni Samfélagsbyltingin #MeToo. Höfundur: Freyja Haraldsdóttir Rétt fyrir jólin, í miðri hringiðu #metoo byltingarinnar, fékk ég símtal frá blaðakonu sem vildi ræða við mig um það hvers vegna fatlaðar konur væru svo ósýnilegar í umræðunni.…
Er ég byrði og einskis virði?

Er ég byrði og einskis virði?

  Höfundur: Bára Halldórsdóttir Ljósmynd: Gísli Friðrik Ágústsson Það er ýmislegt sem við manneskjurnar notum til að merkja okkur og mæla. Við setjum okkur takmörk og mælum okkur við hina og þessa. Oft erum við að mæla daglega lífið okkar við glansmyndina sem við fáum að sjá hjá öðrum. Ég…
Afstofnannavæðið skólakerfið!

Afstofnannavæðið skólakerfið!

Höfundur: Shain M. Neumeier Þýðing: Freyja Haraldsdóttir Að hverfa frá aðgreindum stofnannaúrræðum og verða hluti af samfélögum okkar hefur gert fötluðu fólki kleyft að njóta mannréttinda á sínum forsendum. Það hefur einnig varið okkur frá alvarlegu ofbeldi sem stofnanir leyfa og fela fyrir almenningi. Hinsvegar telur margt ófatlað fólk það…
Bréf til einhverfa barnsins míns

Bréf til einhverfa barnsins míns

Höfundur: Michelle Sutton Fallega einhverfa barnið mitt, Einn daginn þegar þú verður eldri, muntu kannski rekast á sögur á internetinu. Sögur um foreldra sem meiða börnin sín – einhverf börn eins og þig. Þú gætir séð marga foreldra segja að þeir vorkenni þeim foreldrum. Þú gætir séð þá segja hluti…
Áratugur af frelsi

Áratugur af frelsi

Á þessum tíma fyrir tíu árum síðan var ég nýbúin að ráða minn fyrsta hóp af aðstoðarkonum eftir að hafa undirritað fyrsta NPA samninginn minn. Hann var langt frá því að vera fullkominn en hann var þó upphafið af umbyltingu á lífi mínu. Ég hef alveg frá því að ég…
Ég vil ekki fara í herferð gegn hluta af mér

Ég vil ekki fara í herferð gegn hluta af mér

Höfundur: Adda Ingólfs Heiðrúnardóttir Ljósmynd: Alda Villiljós Í dag er Alþjóðaheilbrigðisdagurinn og beinist hann í þetta sinn að þunglyndi. Í tilefni af því dreifi ég þessu videói sem er alveg ágætt. Það er miðað að aðstandendum, enda er hlutverk aðstandenda einstaklega flókið þegar kemur að þunglyndi. En í videóið vantar…
Fordómar. Eru þeir bara í hausnum á mér?

Fordómar. Eru þeir bara í hausnum á mér?

Efnisviðvörun: umfjöllun um margþætta mismunun, ableískar og sexist athugasemdir/móðganir og ógildingu á upplifun af fordómum/mismunun Ég sit á kaffihúsi. Kona kemur upp að mér og segir; „hefur þú íhugað að fá þér hjólastól sem þú getur setið upprétt í? Mér finnst svo erfitt að horfa á þig í sjónvarpinu svona…
Kynóljóst: Skörun einhverfrar og trans reynslu

Kynóljóst: Skörun einhverfrar og trans reynslu

Höfundur: Lydia Z. X. Brown Þýðing: María Helga Guðmundsdóttir Ég er einhverfur aktivisti sem tekur mikinn þátt í hinsegin pólitík. Mér hefur tekist að klaufast um heiminn án þess að þróa með mér hefðbundinn skilning á kyni. Á uppvaxtarárum mínum gerðu allir ráð fyrir því að ég væri stúlka út…
Ég er alveg að pissa í mig

Ég er alveg að pissa í mig

Ég er búin að vera á þönum allan daginn. Byrjaði á fundi, fór svo í sjónvarpsviðtal, beint á annan fund og ætla að hitta vini á Happy hour seinni partinn. En ég er alveg að pissa í mig. Það er ekki aðgengi á fundarstaðnum og ekki heldur á barnum. Klukkan…
Að klífa klósett(djöfulinn)

Að klífa klósett(djöfulinn)

Höfundur: Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir (birtist fyrst á Facebook síðu höfundar 20. nóvember sl.) Í tilefni af alþjóðlega klósettdeginum þá get ég upplýst ykkur um að ég á í ástar- og hatursambandi við klósett. Ég elska klósettið mitt heima. Margir hreyfihamlaðir einstaklingar hafa reynslu af því að geta ekki farið á…
Hæfing vinnumarkaðarins og verðmæti fatlaðs fólks

Hæfing vinnumarkaðarins og verðmæti fatlaðs fólks

Höfundar: Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Freyja Haraldsdóttir Réttarstaða fatlaðs fólks til jafnra tækifæra á vinnumarkaði er í raun mjög skýr á Íslandi. Í lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 segir í 32. gr. að fatlað fólk skuli eiga forgang að atvinnu hjá ríki og sveitarfélagi ef starfshæfni þess er…
Atvinna óskast: Ég mæti í vinnu þegar ég get

Atvinna óskast: Ég mæti í vinnu þegar ég get

Höfundur: Margrét Ýr Einarsdóttir Konan hallar sér aftur í stólnum og leggur hendur í kjöltu sér. Hún hefur unnið núna í 12 tíma og vonar að vinnuveitandinn taki ekki eftir pásunni sem hún hefur tekið sér að honum forspurðum. Hendurnar eru þreyttar, fæturnir eru bólgnir og lúnir en konan freistast…
Fötlun og fátækt

Fötlun og fátækt

Höfundur: Þorbera Fjölnisdóttir Þær raddir hafa oft heyrst að það verði alltaf til fátækt fólk, svona eins og það væri nokkurs konar náttúrulögmál sem ekkert sé hægt að gera við. Þetta er einfaldlega ekki rétt. Fátækt er ekki náttúrulögmál, heldur afleiðing pólitískra ákvarðana. Fátækt er því fyrst og fremst afleiðing þess…
Druslugangan 2016: Riddarar á hvítum hestum

Druslugangan 2016: Riddarar á hvítum hestum

Líkami minn er dálítið eins og abstraktverk eftir Picasso í samanburði við mjúklegar skvísur málverka Rubens. Með sveigðan hrygg og skakkar mjaðmir, útstæð hér en innstæð þar og ekkert lík þeim sem maður sér á forsíðum tímaritanna. Þó að mörgum þyki það ótrúlegt þá er upplifun mín af eigin líkama,…
Druslugangan 2016: Gefðu þér séns á að komast á séns!

Druslugangan 2016: Gefðu þér séns á að komast á séns!

Höfundur vill ekki láta nafn síns getið Kæru baráttusystur og allar systur sem lesa þennan vonandi valdeflandi pistil. Ég er gift kona á suðvesturhorni landsins, nokkura barna móðir, stunda vinnu og lifi bara ósköp venjulegu lífi eins og við flest. Ég hef lifað við sýnilega fötlun frá fæðingu, en ung…
Druslugangan 2016: Ekki mín spegilmynd

Druslugangan 2016: Ekki mín spegilmynd

Ég sat stjörf ein í stofunni og mændi á slökktan sjónvarpsskjáinn. Innra með mér bærðust ótal tilfinningar; skömm, forvitni, eftirsjá og ótti. Ég var hissa. Mig langaði að segja og spyrja um svo margt en vissi að ég gat aldrei sagt neinum frá þessu. Ég var þrettán ára og ein heima…
Druslugangan 2016: Fantasíur

Druslugangan 2016: Fantasíur

Höfundur lætur ekki nafn síns getið Ég elska fantasíur! Þær eru mín eigin sköpun, eitthvað sem ég á og stjórna alveg sjálf. Ég get haldið þeim útaf fyrir mig eða deilt þeim með öðrum, valdið er mitt. Fyrir mig eru fantasíur betri en nokkurt kynlífstæki bæði þegar kemur að kynlífi…
Druslugangan 2016: Obeldi og fatlaðar konur á Íslandi

Druslugangan 2016: Obeldi og fatlaðar konur á Íslandi

Höfundar: Sigríður Jónsdóttir og Þorbera Fjölnisdóttir Þann 17. nóvember sl. gekk hópur kvenna frá Tabú og Kvennahreyfingu ÖBÍ kröfugöngu milli ráðuneyta og Alþingis til að mótmæla niðurfellingu mála um kynferðisofbeldi á dvalarheimilinu Nýjabæ, mála sem Kastljós hafði gert ítarleg skil nokkru áður. Mótmælin beindust ekki eingöngu að umræddum brotum og…
Druslugangan 2016: Fín drusla

Druslugangan 2016: Fín drusla

Fín drusla   Orðin svíða, þegar hún segir við mig: ,,Þú ert fín drusla,, Orðin stinga inn að beini, verða að sorg sem ég leyni Skömmin sem mamma gat aldrei skilað   Innsti inni vissi ég að hún meinti þetta ekki Orðin eru sögð undir áhrifum; þegar hún er í…
Druslugangan 2016: Kærastinn dömpaði mér

Druslugangan 2016: Kærastinn dömpaði mér

Höfundur lætur ekki nafn síns getið Fyrir 30 árum var ég 16 ára unglingsstúlka og bjó í litlu þorpi úti á landi. Ég hef búið við sýnilega fötlun alla mína ævi og þó það hafi vissulega alltaf háð mér í heimi sem gerir ekki ráð fyrir fjölbreytileikanum, þá fann ég…
Typpakeppnin um heilbrigðiskerfið

Typpakeppnin um heilbrigðiskerfið

Höfundur: Freyja Haraldsdóttir Ég bý oft yfir hugsunum og skoðunum sem falla ekki í góðan jarðveg hjá meirihluta samfélagsins. Ég reyni að segja þær samt flestar upphátt með tilheyrandi tryllingsköstum virkra í athugasemdum af því að ég trúi ekki á hjarðhegðun, gagnrýnisleysi og þögn. Síðustu misserin hef ég þó fundið fyrir…
Áslaug: Ég er fötluð allan sólarhringinn – ég bý heima hjá mér

Áslaug: Ég er fötluð allan sólarhringinn – ég bý heima hjá mér

Höfundur: Áslaug Ýr Hjartardóttir Eigið heimili, bílpróf, stúdentspróf, íþróttir, góð vinna. Allt eru þetta sjálfsagðir hlutir sem íslensk stúlka getur látið sig dreyma um. Flest af þessu telst tilheyra sjálfsögðum mannréttindum, s.s. menntun, ferðafrelsi og síðast en ekki síst valfrelsi. En einhvern veginn er það ekki sjálfsagt að allir fái…
Ekki í mínu nafni

Ekki í mínu nafni

Höfundur: Freyja Haraldsdóttir Ég er búin að vera sorgmædd, vonsvikin og reið yfir þeirri umræðu sem Þroskaþjálfafélagið hefur haldið á lofti síðustu daga. Ég hef velt fyrir mér hvort ég eigi að tjá mig um það eða þegja. Ég hef nú, eftir tveggja daga umhugsun, ákveðið að segja upphátt það…
Ágústa: Ég er fötluð allan sólarhringinn – ég bý heima hjá mér

Ágústa: Ég er fötluð allan sólarhringinn – ég bý heima hjá mér

Höfundur: Ágústa Eir Guðnýjardóttir Á síðustu þremur mánuðum hefur réttarkerfi Íslands, báðum dómstigum, tekist að fótum troða mannréttindi tveggja fatlaðra einstaklinga með þeim hætti að maður getur ekki orða bundist. Hér er annars vegar um að ræða dóm Hæstaréttar í máli Benedikts Hákons Bjarnasonar þar sem Reykjavíkurborg var sýknuð af kröfu…
Að óttast jólasveina á þrítugsaldri

Að óttast jólasveina á þrítugsaldri

Sem börn áttum við það sameiginlegt að vera logandi hræddar við jólasveina. Önnur var hrædd við allar manneskjur í búningum og hin við hávaðaseggi sem höfðu hvella rödd og skelltu hurðum. Slík hræðsla er ekki óalgeng meðal barna en vanalega er það nú þannig að hún rjátlar af okkur er…
Menning sem gróðrastía ofbeldis

Menning sem gróðrastía ofbeldis

Höfundur: Embla Guðrúnar Ágústsdóttir Um þessar mundir fer fram 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Sem samfélag höfum við undanfarna mánuði verið hressilega minnt á mikilvægi átaks sem þessa. Sem fötluð kona bý ég við veruleika þar sem ofbeldi, kúgun og misrétti er talið hversdagslegt og jafnvel eðlilegt. Ég bý…
Þegar trú mismunar, niðurlægir og vanvirðir

Þegar trú mismunar, niðurlægir og vanvirðir

Höfundur: Íva Marín Adrichem Ljósmynd: Axel Jón Fjeldsted Það er svo margt við trúarbrögð og hugsunina á bak við þau sem mér finnst fallegt. Í flestum trúarbrögðum er grunnhugsunin sú sama. Trú á eitthvað æðra og þrá manneskjunnar að tilheyra. Markmið flestra sem trúa er að öðlast innri og ytri…
Ég er ekki tabú

Ég er ekki tabú

Höfundur: Ingeborg Eide Garðarsdóttir Síðustu vikur og mánuði hefur fólk verið að opna sig í sambandi við geðræn vandamál með hashtaginu #ÉgErEkkiTabú. Ég á sjálf við geðræn vandamál að stríða og þegar ég sá að svo margir væru að opna sig og segja frá hvernig þeim liði ákvað ég að…
Að vera mismunað á grundvelli tjáningar í Háskóla Íslands

Að vera mismunað á grundvelli tjáningar í Háskóla Íslands

Höfundur: Pála Kristín Bergsveinsdóttir Ég byrjaði í námi í félagsráðgjöf í kringum árið 2001. Ég var ekki fullu námi, fór í fæðingarorlof og var að vinna með skólanum þannig að námið tók langan tíma. Mér fannst námið mjög skemmtilegt og áhugavert og sá mig starfa við félagsráðgjöf í framtíðinni þrátt fyrir…
Glerkassinn

Glerkassinn

Höfundur: Embla Guðrúnar Ágústsdóttir Ég var ung að árum er ég áttaði mig á því að hugtök á borð við dugleg og hugrekki voru notuð með gjörólíkum hætti um mig og annað fólk. Jafnaldrar mínir og félagar voru dugleg ef þau hjálpuðu til við heimilisverkin eða stóðu sig vel í…
Að geta andað á ný

Að geta andað á ný

Höfundur: Freyja Haraldsdóttir Sem barn og unglingur vildi ég alls ekki tilheyra hópi fatlaðs fólks. Ég var hrædd við stimplun, jaðarsetningu og öll gildishlöðnu orðin sem notuð eru um okkur. Ég hélt að með því að vera sem fjarlægust öðrum fötluðum börnum og unglingum myndi ég sleppa við það að…
Mitt meinta kosningarafmæli

Mitt meinta kosningarafmæli

Höfundur: Embla Guðrúnar Ágústsdóttir „Hvað ætli þið svo að kjósa?“ Ekkert svar, bara smá dularfullt glott yfir eldhúsborðið. Þá má ekki spyrja aftur, því hver og ein manneskja hefur rétt á leynilegri atkvæðagreiðslu. Mikið hlakkaði ég til að fá að taka þátt í þessu leyndardómsfulla athæfi fullorðna fólksins. Kosningar voru merkilegar…
Að sjá líkama eins og sinn á leiksviði

Að sjá líkama eins og sinn á leiksviði

Höfundur: Freyja Haraldsdóttir Fyrir flesta er það hversdagsleg upplifun að sjá líkama sem svipa til þeirra eigin út um allt. Í kringum sig og í sjónvarpinu, blöðum, bókum og leiksýningum. Fyrir aðra er það sjaldgæf upplifun eða jafnvel á sér aldrei stað. Alveg frá því að ég var lítil og…
Eru „óheilbrigð“ börn svona skelfilegur hlutur að eiga?

Eru „óheilbrigð“ börn svona skelfilegur hlutur að eiga?

Sif Hauksdóttir er þriggja barna móðir í Kópavogi, hún á tvo drengi og eina stúlku. Synir hennar eru báðir greindir með Duchenne sjúkdóminn sem veldur stigvaxandi hreyfihömlun með tímanum. Við rákumst á hugleiðingu hennar á Facebook og fengum leyfi til þess að birta hana hér: „Maður má maður vera ánægður…
Ætlarðu að vera gunga?

Ætlarðu að vera gunga?

Höfundur: Freyja Haraldsdóttir Ég þoldi ekki sögu. Ég gat aldrei munað nein ártöl, mér fannst erfitt að læra hvað karl gerði hvað, hvenær, (það var nánast aldrei talað um konurnar sjáiði til) og ég sá ekki tilganginn með því að læra um eitthvað sem gerðist einu sinni. Þangað til ég…
Birtingarmyndir ableisma

Birtingarmyndir ableisma

Höfundar: Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Freyja Haraldsdóttir Eins og við greindum frá í greinni Hvað er ableismi? er ableismi hugtak yfir mismunun og fordóma gagnvart fólki með ólíkar skerðingar, t.d. hreyfihömlun, þroskahömlun, einhverfu, blindu, döff og geðröskun. Skerðingarnar geta verið ýmist meðfæddar eða afleiðing slysa eða veikinda og mismunandi sýnilegar og…
Hvað er ableismi?

Hvað er ableismi?

Höfundar: Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Freyja Haraldsdóttir Þegar fjallað er um mismunun og fordóma er það oft í samhengi við kynjamisrétti, réttarstöðu hinsegin fólks og fólks af erlendum uppruna. Það hefur vakið athygli okkar að sjaldnast er talað um fötlunarmisrétti og –fordóma í alþjóðlegum mannréttindasamningum, landsslögum eða í skýrslum sem…
Samfélag með óbragð í munni og svarta tungu

Samfélag með óbragð í munni og svarta tungu

Höfundur: Ágústa Eir Guðnýjardóttir Það er þetta með alvöruna og alvarleikann. Hvenær er ástand alvarlegt eða skortur alvarlegur? Og skortur á hverju? Jú, alvarlegt ástand getur skapast og skapast oft á dag – alls konar aðstæður. Læknaskortur er alvarlegur vegna þess að hann hefur slæm og langvarandi áhrif. Það verða…
Ég bý ekki með Brynjari Níelssyni, ekki ennþá!

Ég bý ekki með Brynjari Níelssyni, ekki ennþá!

Höfundur: Ágústa Eir Guðnýjardóttir Fyrir mörgum árum ákvað ég, þá 18 ára gömul, að flytja að heiman. Ég vissi ekki þá hvort sú ákvörðun væri tímabundin eða endanleg, en alla vega ákvað ég að yfirgefa æskuheimilið og flytja í annað sveitarfélag til að vinna. Þegar frá leið vissi ég að…
Femínismi – fyrir suma?

Femínismi – fyrir suma?

Höfundur: Arndís Lóa Magnúsdóttir Síðasta ár tók ég mjög áhugaverðan kynjafræðikúrs sem valgrein á lokaárinu mínu í menntaskóla. Hluti af áfanganum var að sækja viðburð ,,úti í bæ” að eigin vali, tengdum femínisma. Á sama tíma átti sér stað mikil vitundarvakning um femínisma innan framhaldsskólanna. Mörg femínistafélög voru sett á laggirnar…
Ligelyst: kynlíf, ást og fötlun

Ligelyst: kynlíf, ást og fötlun

Kynfræðslu kannast allir við úr skóla. Fræðsla sem á að fræða okkur um breytingar á líkama okkar, kynlíf og kynverund. Flestum er ljóst að fræðslunni eins og henni er háttað í dag er ábótavant þó að undanfarin ár hafi orðið jákvæðar breytingar. Fræðslan er enn nokkuð einsleit og sýnir sjaldnast…
„Sæktu myndavélina!“

„Sæktu myndavélina!“

Höfundur: Sigríður Jónsdóttir Ég var fertug þegar ég eignaðist son minn. Það er ekki hægt að lýsa eftirvæntingunni þegar maður loks eignast barn eftir langa bið. Frá fyrsta degi vitneskjunnar um að líf hefði kviknað gekk ég um á rósrauðu skýi, tilfinningin var ólýsanleg. Allt gekk eins og í sögu…
Ég elska þig, líka

Ég elska þig, líka

  Ljósmyndarinn Olivier Fermariello vildi brjótast í gegnum tabúin í tengslum við kynverund og sjálfsmynd fatlaðs fólks með því taka myndir af fötluðu fólki innan svefnherbergisins undir yfirskriftinni „Ég elska þig, líka“. Í heimi þar sem fegurð er skilgreind út frá mjög þröngum og ófötluðum stöðlum veldur líkamlegur margbreytileiki stundum vanlíðan…
Skilum skömminni!

Skilum skömminni!

Höfundur: Ágústa Eir Guðnýjardóttir Grein þessi birtist fyrst á Facebooksíðu druslugöngunnar og fengum við leyfi höfundar til þess að birta hana hér. Henni hefur verið örlítið breytt af höfundi.  Fyrir 30 árum hitti ég, fyrir tilviljun, giftan graðan leigubílstjóra sem var svo illa haldinn að hann fórnaði mesta annatíma helgarinnar,…
„Líkami minn er ekki almenningseign“ – Drusluganga 2014

„Líkami minn er ekki almenningseign“ – Drusluganga 2014

Ræða Emblu Guðrúnar Ágústsdóttur í Druslugöngunni 26. júlí 2014 Flestöll lærum við það frá unga aldri að það er sorglegt, slæmt og óaðlaðandi að vera fatlaður. Við lærum að vera góð við greyið fatlaða fólkið og þá sem minna mega sín. Við leiðum sjaldnast hugann að því hvernig tilfinning það…
Velmeinandi ofbeldismenn

Velmeinandi ofbeldismenn

Höfundur: Freyja Haraldsdóttir Á mínum 28 árum hef fólk oft misnotað vald sitt gagnvart mér. Og misnotkun valds einnar manneskju eða hóps gagnvart annarri manneskju eða hópi er ofbeldi. Dæmi um ofbeldi sem ég hef orðið fyrir: Líkamlegt ofbeldi, t.d. í sjúkraþjálfun sem barn þar sem beinin mín brotnuðu ítrekað…
Einmanaleiki, fötlunarbarátta og femínismi

Einmanaleiki, fötlunarbarátta og femínismi

Höfundur: Freyja Haraldsdóttir Á Íslandi er ekki sterk baráttuhreyfing fatlaðs fólks miðað við víða annars staðar í heiminum. Baráttan hefur meira og minna verið í höndum fárra einstaklinga með skerðingar, lítilla hagsmunahópa fatlaðs fólks, hagsmunasamtaka sem ekki eru stýrð af fötluðu fólki og ófatlaðra stuðningsmanna. Ég vil meina að það…
Mamman sem heyrir ekki neitt

Mamman sem heyrir ekki neitt

Höfundur: Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Ég er mamma sem er tvítyngd á íslensku táknmáli (íTM) og íslensku ritmáli og er Döff (heyrnarlaus sem nota íslenskt táknmál). Í augum annarra er ég mamman sem heyrir ekki neitt og er með þá skerðingu samkvæmt læknisfræðilegu sjónarhorni sem ég upplifi og skilgreini mig aldrei…
,,Mamma, af hverju horfir fólk svona á okkur?”

,,Mamma, af hverju horfir fólk svona á okkur?”

Höfundur: Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir Einu sinni var ung kona sem átti heima í Reykjavík. Um tíma eða í eitt ár leigði hún íbúð í húsnæði sem var aðeins ætlað fyrir hreyfihamlað fólk. Unga konan bjó þar í pínu lítilli 20 fermetra íbúð er hún leigði af hagsmunasamtökum fyrir fatlað fólk.…
Reynsla mín af því að vera seinfær móðir

Reynsla mín af því að vera seinfær móðir

Höfundur: María Hreiðarsdóttir Þann 24.11.2002 í fæddist mér sonurinn Ottó Bjarki. Það hafði verið mér draumur um nokkurt skeið að eignast barn og því var ég mjög glöð þegar drengurinn minn var kominn í heiminn. Ég elskaði barnið frá fyrstu tíð. En það var sárt að ekki treystu mér allir…
Fimm ára stelpan sem fór ein út í heiminn

Fimm ára stelpan sem fór ein út í heiminn

Höfundur: Ágústa Eir Guðnýjardóttir Hluti I Yfirleitt læt ég bernskuminningarnar ekki flækjast fyrir mér, ekki svona dagsdaglega. Ég hef reynt, eftir fremsta megni, að gleyma þeim, ýta þeim til hliðar, læsa þær ofaní ruslagámi hugans og henda lyklinum. Ekki svo að skilja að allar bernskuminningarnar séu slæmar, alls ekki. Ég…
Staðreyndir um stöðu fatlaðra barna

Staðreyndir um stöðu fatlaðra barna

Lítil tölfræði er til um fötluð börn og allar upplýsingar sem eru fyrir hendi byggja á færri mögulegum rannsóknum heldur en fyrir flesta aðra hópa af börnum. Upplýsingarnar sýna þó að stórt hlutfall af fötluðum börnum er neitað um aðgang að grunnþjónustu, meðal annars menntun og heilsugæslu. Jafnframt að stærstu…
Býflugnauppeldið

Býflugnauppeldið

Höfundur: Freyja Haraldsdóttir Í fyrra rak ég augun í orð Mary Kay Ash, sem sagði að raunverulega ætti býfluga ekki að geta flogið, en af því að hún veit ekki að hún á ekki að geta það, gerir hún það samt. Ég hugsaði um leið til foreldra minna og áttaði mig á því…
Er NPA dýrt djók?

Er NPA dýrt djók?

Höfundur: Rúnar Björn Herrera Þorkelsson Í ljósi umræðunnar undanfarið um það hvað hún Freyja er mikil frekja að heimta að boðið verði upp á NPA samninga í stað frekari uppbyggingar á stofnunum, sem að margra mati ganga gegn Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þá langar mig hér að…
Staðreyndir um stöðu fatlaðra kvenna

Staðreyndir um stöðu fatlaðra kvenna

Stúlkur og konur á öllum aldri með hvers konar skerðingu eru almennt með þeim mest viðkvæmu og jaðarsettu manneskjum hvers samfélags. Sjá meira hér. Minna en fimm prósent barna og ungmenna með skerðingar hafa aðgengi að menntun og þjálfun. Stúlkur og ungar konur mæta miklum hindrunum við að taka þátt í…
Tabúið um fatlaða foreldra

Tabúið um fatlaða foreldra

Kara Ayers og eiginmaður hennar Adam eru frá Ohio í Bandaríkjunum eiga dótturina Hannah og eru nú í ferli að ættleiða dreng frá Kína, Eli. Kara og Adam eru bæði með skerðingu og hefur Kara verið mjög opinská með reynslu sína af foreldrahlutverkinu. Þegar Hannah fæddist byrjaði Kara að halda…
Vekjum þá sem ennþá sofa

Vekjum þá sem ennþá sofa

Höfundur: Ágústa Eir Guðnýjardóttir Meðvirkni er alls konar og birtist á ýmsa vegu. Ein birtingarmynd meðvirkni er sú að gefa afslátt af réttindum, t.d. þegar fatlað fólk er svo meðvirkt með kerfinu að það ákveður, meðvitað, að sækja ekki rétt sinn, berjast ekki fyrir því að réttindi séu uppfyllt eða…
Lætur píkuna ekki aftra sér…

Lætur píkuna ekki aftra sér…

Höfundur: Embla Guðrúnar Ágústsdóttir Þegar fjallað er um fatlað fólk í fjölmiðlum landsins má oftar en ekki sjá setningar, og jafnvel fyrirsagnir, á borð við „lætur fötlun sína ekki aftra sér“ eða „lætur ekkert stöðva sig þrátt fyrir fötlunina“. Efni fréttanna virðast hafa lítil áhrif á fjölmiðlafólk sem finnur sig knúið…
Eins og kippa af bjór?

Eins og kippa af bjór?

,,Mikið er þetta sorglegt. Er þetta ekki erfitt?” Þessa spurningu höfum við fengið jafn oft, ef ekki oftar, og við höfum verið spurðar hvort við viljum te eða kaffi. Þessi spurning hefur verið partur af lífi okkar og mótað hugsanir okkar og gjörðir frá því við munum eftir okkur. Spurningunni hefur…