Opin bréf og yfirlýsingar

Yfirlýsing Tabú vegna ofbeldis þroskaþjálfa gagnvart fötluðu leikskólabarni

Yfirlýsing Tabú vegna ofbeldis þroskaþjálfa gagnvart fötluðu leikskólabarni

Tabú, feminísk fötlunarhreyfing, gerir alvarlegar athugasemdir við verklag leikskóla Kópavogsbæjar og skort á viðbrögðum sveitarfélagsins vegna ítrekaðra ofbeldisbrota þroskaþjálfa í starfi sínu gagnvart fötluðu barni á tímabilinu 2017-2018. Þá bendir Tabú á augljósar brotalamir í ráðningarferlum hjá Reykjavíkurborg sem hafa verið afhjúpaðar í ljósi þessa máls en umræddur þroskaþjálfi var…
Yfirlýsing Tabú vegna fundarboðs allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis

Yfirlýsing Tabú vegna fundarboðs allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis

Tabú, feminískri fötlunarhreyfingu, var boðið á fund allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í dag til að ræða breytingar á almennum hegningarlögum – þrengingu ákvæðis um hatursorðræðu. Fundarboðið barst í kjölfar umsagnar Tabú um málið. Lesa má umsögnina hér. Í ljósi þeirrar staðreyndar að einn nefndarmanna er Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins…
Opið bréf til útvarpsstjóra vegna lélegs aðgengis að vefsvæði RÚV

Opið bréf til útvarpsstjóra vegna lélegs aðgengis að vefsvæði RÚV

Ágæti útvarpsstjóri. Tabú er feminísk hreyfing fatlaðra kvenna sem lætur sig varða hvers kyns hagsmunamál fatlaðs fólks, þ.á.m. aðgengi að þjónustu fyrirtækja og stofnana samfélagsins í víðasta skilningi. Erindi okkar með bréfi þessu er að benda á að vefsíða Ríkisútvarpsins er mjög óaðgengileg blindu og sjónskertu fólki sem notar sérstakan…
Yfirlýsing Tabú: Útlendingastofnun og dómsmálaráðherra hunsa Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Yfirlýsing Tabú: Útlendingastofnun og dómsmálaráðherra hunsa Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Tabú er feminísk fötlunarhreyfing sem leggur áherslu á að berjast gegn margþættri mismunun og stuðla að valdeflingu fólks sem upplifir jaðarsetningu á grundvelli margra þátta, t.d. fötlunar, kyngervis og aldurs. Það liggur því beint við að við gagnrýnum harðlega þá ákvörðun Útlendingastofnunnar, með samþykki Sigríðar Á. Anderssen dómsmálaráðherra, að vísa…
Sameiginleg áskorun til íslenskra stjórnvalda vegna viðauka við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Sameiginleg áskorun til íslenskra stjórnvalda vegna viðauka við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Þann 5. júlí sl. sendi Tabú, ásamt Þroskahjálp, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Rannsóknarsetri í fötlunarfræðum, Geðhjálp og Öryrkjabandalagi Íslands sameiginlega áskorun til íslenskra stjórnvalda vegna viðauka við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hana má finna í viðhengi en einnig hér að neðan. Viðauki við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs…
Áskorun Tabú til Alþingis um fullgildingu valkvæðs viðauka samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Áskorun Tabú til Alþingis um fullgildingu valkvæðs viðauka samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Tabú, femínísk fötlunarhreyfing, skorar á Alþingi að samþykkja tillögu til þingsályktunar um fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, ásamt breytingartillögu Páls Vals Björnssonar, þingmanns, þess efnis að samhliða fullgildingu samningsins verði valkvæður viðauki hans einnig fullgiltur. Fullgilding viðaukans er nauðsynleg svo raunveruleg breyting verði á réttarstöðu fatlaðs fólks…
Yfirlýsing Tabúkvenna til borgarstjórnar vegna fyrirhugaðrar vistunar barna og ungmenna á Kópavogshæli

Yfirlýsing Tabúkvenna til borgarstjórnar vegna fyrirhugaðrar vistunar barna og ungmenna á Kópavogshæli

Föstudaginn 9. september sl. birti Friðrik Sigurðsson, sem starfar fyrir Þroskahjálp, pistil undir heitinu Uppbygging Kópavogshælis? þar sem hann spyrst fyrir um hvort rétt sé að vista eigi fötluð ungmenni á Kópavogshæli til bráðabirgða á meðan varanlegt úrræði (svokallað) er gert tilbúið. Tabú krefst einnig svara við þessari fyrirspurn enda málið…
Yfirlýsing fatlaðra kvenna í Tabú til stuðnings Björgvini Unnari Helgusyni, fjölskyldu hans og öðrum í sambærilegum aðstæðum

Yfirlýsing fatlaðra kvenna í Tabú til stuðnings Björgvini Unnari Helgusyni, fjölskyldu hans og öðrum í sambærilegum aðstæðum

Um leið og við, fatlaðar konur í Tabú, fögnum því að Hafnarfjarðarbær og Velferðarráðuneytið hafi komist að samkomulagi um að veita Björgvini Unnari Helgusyni og fjölskyldu hans viðeigandi aðstoð svo hann geti flust af spítala og heim til sín, viljum við sýna þeim og öðrum í sambærilegum aðstæðum stuðning. Það…
Yfirlýsing fatlaðra kvenna í Tabú vegna kvikmyndarinnar ‘Me before you’

Yfirlýsing fatlaðra kvenna í Tabú vegna kvikmyndarinnar ‘Me before you’

Við, fatlaðar konur í Tabú, viljum sýna baráttusystkinum okkar í Bretlandi, Bandaríkjunum, Ástralíu og víðar samstöðu, og mótmæla þeim skilaboðum sem kvikmyndin ‘Me before you’ sendir um fatlað fólk en hún byggir á samnefndri skáldsögu Jojo Moyes. Jafnframt mótmælum við því að Sambíóin skuli skilgreina kvikmyndina sem ‘feel-good’ mynd. Við…
Ályktun Tabú vegna málþings um sjaldgæfa sjúkdóma

Ályktun Tabú vegna málþings um sjaldgæfa sjúkdóma

Tabúkonur, sem sumar eru með sjaldgæfa sjúkdóma, sjá sig knúnar til þess að álykta vegna málþings sem haldið er í tilefni Dags sjaldgæfra sjúkdóma þann 29. febrúar n.k., og skipulagt er af Einstökum börnum og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Sjö einstaklingar eru þar á mælendaskrá og enginn þeirra er fötluð…
Kröfuskjal fatlaðra kvenna til Alþingis

Kröfuskjal fatlaðra kvenna til Alþingis

Lagt fram 17. nóvember 2015 #ÉgErEkkiEin  Í ljósi þeirra atburða sem áttu sér stað á Nýja-Bæ, rannsókna sem liggja fyrir um háa tíðni ofbeldis gagnvart fötluðum konum, brotalamir réttarkerfisins, þá miklu aðgreiningu sem fatlaðar konur búa við og reynslu okkar allra af margþættri mismunun og ofbeldi í íslensku samfélagi, gerum…
Kröfuskjal fatlaðra kvenna til Ólafar Nordal, innanríkisráðherra

Kröfuskjal fatlaðra kvenna til Ólafar Nordal, innanríkisráðherra

Lagt fram 17. nóvember 2015 #ÉgErEkkiEin Í ljósi þeirra atburða sem áttu sér stað á Nýja-Bæ, rannsókna sem liggja fyrir um háa tíðni ofbeldis gagnvart fötluðum konum og brotalamir réttarkerfisins, og reynslu okkar allra af margþættri mismunun og ofbeldi í íslensku samfélagi, gerum við eftirfarandi kröfur til innanríkisráðherra. Að innanríkisráðherra…
Opið bréf til Gunnars Braga

Opið bréf til Gunnars Braga

Ég hef á tilfinningunni að þetta bréf sem ég er að skrifa þér sé tilgangslaust. Ég hef á tilfinningunni, miðað við ákvarðanir þínar síðustu daga, að þú látir þig skoðanir konu lítið varða. Ég hef á tilfinningunni, miðað við framgöngu ríkisstjórnarinnar sem þú ert hluti af, að flestar ákvarðanir séu…
Opið bréf til borgarráðs

Opið bréf til borgarráðs

Höfundur: Freyja Haraldsdóttir Fyrir sjö árum síðan, nánar tiltekið í júlí 2007, umturnaðist líf mitt. Ég hætti að kvíða framtíðinni, óttast um að ég myndi aldrei geta flutt að heiman og þurfa að flytja inn á íbúðakjarna (stofnun). Með tímanum hætti ég að vona að ég myndi deyja ung því…