Skráning á grunnnámskeið Tabú

Skráning á grunnnámskeið Tabú

Grunnnámskeið Tabú um mannréttindi, fordóma og margþætta mismunun 

Grunnnámskeið Tabú er fyrir fatlað og langveikt fólk af öllum kynjum. Á námskeiðinu verður fjallað um hvernig okkur líður þegar réttindi okkar eru brotin vegna þess að við erum langveik og/eða fötluð og mögulega einnig vegna annarra þátta, t.d. af því erum hinsegin, af erlendum uppruna, konur eða kynsegin.

Á námskeiðinu viljum við að þáttakendur geti talað um tilfinningar sínar og reynslu án þess að vera hrædd um hvað öðrum finnst og án þess að verða fyrir fordómum. Við viljum líka að þátttakendur fái meira hugrekki til þess að segja hvað þeim finnst, vera baráttufólk og breyta samfélaginu. Við leggjum áherslu á að engin manneskja er of mikið eða of lítið fötluð/langveik til þess að taka þátt í námskeiðinu.  

Tímabil: 27. september – 6. desember 2017
Staður og tími: Á höfuðborgarsvæðinu, miðvikudögum kl. 19:00-22:00.
Námskeiðsgjald: Námskeiðsgjöld eru valkvæð en viðmiðunargjald er 20.000 kr.
Umsjón: Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Freyja Haraldsdóttir

Skráning hér

Námskeiðið fer fram á Strandgötu 11 í Hafnarfirði. Gengið er beint inn frá gangstétt og farið yfir eitt 2-3 cm þrep. Þar er miðrýmið, með stólum og borðum til að sitja við. Sófi og 2 hægindastólar eru í miðrýminu. Eldhúsaðstaða er innan af miðrýminu sem lokast af með tjaldi (ekki hurð). Eitt salerni er á staðnum sem er kynlaust, rúmar vel hjólastól og stuðningsarmar eru til staðar. Allt efni námskeiðsins verður útprentað og einnig fáanlegt á rafrænu formi.