Styrkja Tabú

Tabú er leitt af fötluðu fólki fyrir fatlað fólk og rekið án fjárhagslegs ágóðasjónarmiðs.

Við leitum eftir langtímastuðningi þínum með endurteknum millifærslum sem auðvelt er að stilla í heimabanka. Veldu upphæð að eigin vali og millifærðu mánaðarlega inn á reikning Tabú
nr. 545-14-2820, kt. 710707-0570.

Með því að styrkja Tabú styður þú femíníska mannréttindabaráttu fatlaðs fólks. Við reiðum okkur alfarið á styrki til þess að:

  • halda úti heimasíðu þar sem við rjúfum þögnina um margþætta mismunun og sköpum um leið öflugan þekkingarbrunn,
  • halda námskeið fyrir fatlað fólk til valdeflingar og sjálfsstyrkingar
  • stunda aktivisma sem hefur það markmið að draga úr hvers kyns ofbeldi og breyta samfélaginu þannig að hér sé pláss fyrir okkur öll til þess að hafa áhrif, taka þátt og hafa vald yfir eigin lífi.