Mannréttindi

Ég er alveg að pissa í mig

Ég er alveg að pissa í mig

Ég er búin að vera á þönum allan daginn. Byrjaði á fundi, fór svo í sjónvarpsviðtal, beint á annan fund og ætla að hitta vini á Happy hour seinni partinn. En ég er alveg að pissa í mig. Það er ekki aðgengi á fundarstaðnum og ekki heldur á barnum. Klukkan…
Að klífa klósett(djöfulinn)

Að klífa klósett(djöfulinn)

Höfundur: Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir (birtist fyrst á Facebook síðu höfundar 20. nóvember sl.) Í tilefni af alþjóðlega klósettdeginum þá get ég upplýst ykkur um að ég á í ástar- og hatursambandi við klósett. Ég elska klósettið mitt heima. Margir hreyfihamlaðir einstaklingar hafa reynslu af því að geta ekki farið á…
Lífið okkar er ekki tilraun

Lífið okkar er ekki tilraun

„Þriðjudaginn 20. september síðastliðinn fundaði ég með fulltrúum félagsþjónustunnar þar sem mér var tilkynnt að ég gæti ekki komist heim til mín vegna manneklu í heimahjúkrun. Til að brúa bilið var mér boðin hvíldarinnlögn á stofnun. Ég þarf ekki hvíld, ég vil bara komast heim“ segir Sigríður Guðmundsdóttir. Á þessum…
Áskorun Tabú til Alþingis um fullgildingu valkvæðs viðauka samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Áskorun Tabú til Alþingis um fullgildingu valkvæðs viðauka samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Tabú, femínísk fötlunarhreyfing, skorar á Alþingi að samþykkja tillögu til þingsályktunar um fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, ásamt breytingartillögu Páls Vals Björnssonar, þingmanns, þess efnis að samhliða fullgildingu samningsins verði valkvæður viðauki hans einnig fullgiltur. Fullgilding viðaukans er nauðsynleg svo raunveruleg breyting verði á réttarstöðu fatlaðs fólks…
Typpakeppnin um heilbrigðiskerfið

Typpakeppnin um heilbrigðiskerfið

Höfundur: Freyja Haraldsdóttir Ég bý oft yfir hugsunum og skoðunum sem falla ekki í góðan jarðveg hjá meirihluta samfélagsins. Ég reyni að segja þær samt flestar upphátt með tilheyrandi tryllingsköstum virkra í athugasemdum af því að ég trúi ekki á hjarðhegðun, gagnrýnisleysi og þögn. Síðustu misserin hef ég þó fundið fyrir…
Ætlarðu að vera gunga?

Ætlarðu að vera gunga?

Höfundur: Freyja Haraldsdóttir Ég þoldi ekki sögu. Ég gat aldrei munað nein ártöl, mér fannst erfitt að læra hvað karl gerði hvað, hvenær, (það var nánast aldrei talað um konurnar sjáiði til) og ég sá ekki tilganginn með því að læra um eitthvað sem gerðist einu sinni. Þangað til ég…
Samfélag með óbragð í munni og svarta tungu

Samfélag með óbragð í munni og svarta tungu

Höfundur: Ágústa Eir Guðnýjardóttir Það er þetta með alvöruna og alvarleikann. Hvenær er ástand alvarlegt eða skortur alvarlegur? Og skortur á hverju? Jú, alvarlegt ástand getur skapast og skapast oft á dag – alls konar aðstæður. Læknaskortur er alvarlegur vegna þess að hann hefur slæm og langvarandi áhrif. Það verða…
Er NPA dýrt djók?

Er NPA dýrt djók?

Höfundur: Rúnar Björn Herrera Þorkelsson Í ljósi umræðunnar undanfarið um það hvað hún Freyja er mikil frekja að heimta að boðið verði upp á NPA samninga í stað frekari uppbyggingar á stofnunum, sem að margra mati ganga gegn Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þá langar mig hér að…
Vekjum þá sem ennþá sofa

Vekjum þá sem ennþá sofa

Höfundur: Ágústa Eir Guðnýjardóttir Meðvirkni er alls konar og birtist á ýmsa vegu. Ein birtingarmynd meðvirkni er sú að gefa afslátt af réttindum, t.d. þegar fatlað fólk er svo meðvirkt með kerfinu að það ákveður, meðvitað, að sækja ekki rétt sinn, berjast ekki fyrir því að réttindi séu uppfyllt eða…