Ofbeldi

Yfirlýsing Tabú vegna ofbeldis þroskaþjálfa gagnvart fötluðu leikskólabarni

Yfirlýsing Tabú vegna ofbeldis þroskaþjálfa gagnvart fötluðu leikskólabarni

Tabú, feminísk fötlunarhreyfing, gerir alvarlegar athugasemdir við verklag leikskóla Kópavogsbæjar og skort á viðbrögðum sveitarfélagsins vegna ítrekaðra ofbeldisbrota þroskaþjálfa í starfi sínu gagnvart fötluðu barni á tímabilinu 2017-2018. Þá bendir Tabú á augljósar brotalamir í ráðningarferlum hjá Reykjavíkurborg sem hafa verið afhjúpaðar í ljósi þessa máls en umræddur þroskaþjálfi var…
Yfirlýsing Tabú vegna fundarboðs allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis

Yfirlýsing Tabú vegna fundarboðs allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis

Tabú, feminískri fötlunarhreyfingu, var boðið á fund allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í dag til að ræða breytingar á almennum hegningarlögum – þrengingu ákvæðis um hatursorðræðu. Fundarboðið barst í kjölfar umsagnar Tabú um málið. Lesa má umsögnina hér. Í ljósi þeirrar staðreyndar að einn nefndarmanna er Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins…
Umsögn Tabú um frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum

Umsögn Tabú um frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum

Reykjavík, 16. mars 2019 Umsögn Tabú um frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, með síðari breytingum (þrenging ákvæðis um hatursorðræðu), þskj. 896, 543. mál. Tabú, femínísk fötlunarhreyfing, gerir alvarlegar athugasemdir við framkomið frumvarp til laga um þrengingu ákvæðis um hatursorðræðu. Frumvarpið gengur gegn öllum ábendingum sem…
Klausturgate: Ræða Sigríðar Jónsdóttur, Tabúkonu, á Austurvelli

Klausturgate: Ræða Sigríðar Jónsdóttur, Tabúkonu, á Austurvelli

Góðir fundargestir, kæra þjóð! Ég vil byrja á því að færa ykkur kveðju systra minna í femínísku fötlunarhreyfingunni TABÚ. Hatursorðræða, það er það sem við höfum orðið vitni að, ofbeldi framið af ofbeldismönnum. Og það sem við erum að verða vitni að er afleiðing hatursorðræðu, vanlíðan, kvíði, þöggun. Lilja, Albertína,…
Ræða Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur

Ræða Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur

Ræða Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur á mótmælum 1. desember 2018  Við erum saman komin hér í dag vegna þess að kerfislægt hatur hefur opinberast okkur. Hatur gegn jaðarsettum hópum — konum sem dirfast að láta til sín taka á Alþingi, gegn fötluðu fólki, gegn hinsegin fólki, gegn karlmönnum sem falla…
Heimilisofbeldi og fötlun: hver hefur skilgreiningarvaldið?

Heimilisofbeldi og fötlun: hver hefur skilgreiningarvaldið?

Erindið var flutt af Freyju Haraldsdóttur á málþinginu Gerum betur – áhrifaríkar aðferðir og helstu hindranir í vinnu með heimilisofbeldismál Ég vil byrja á að þakka fyrir að fá að vera hér í dag og fagna viðfangsefni þessarar ráðstefnu sem er þarft. Ég heiti Freyja Haraldsdóttir, er talskona Tabú, feminískrar…
Mikilvægi samtvinnunar í feminískum byltingum: Fatlaðar konur og #metoo

Mikilvægi samtvinnunar í feminískum byltingum: Fatlaðar konur og #metoo

Erindi flutt á málþingi á vegum Félags – og mannvísindadeildar Háskóla Íslands 13. apríl sl. undir yfirskriftinni Samfélagsbyltingin #MeToo. Höfundur: Freyja Haraldsdóttir Rétt fyrir jólin, í miðri hringiðu #metoo byltingarinnar, fékk ég símtal frá blaðakonu sem vildi ræða við mig um það hvers vegna fatlaðar konur væru svo ósýnilegar í umræðunni.…
Afstofnannavæðið skólakerfið!

Afstofnannavæðið skólakerfið!

Höfundur: Shain M. Neumeier Þýðing: Freyja Haraldsdóttir Að hverfa frá aðgreindum stofnannaúrræðum og verða hluti af samfélögum okkar hefur gert fötluðu fólki kleyft að njóta mannréttinda á sínum forsendum. Það hefur einnig varið okkur frá alvarlegu ofbeldi sem stofnanir leyfa og fela fyrir almenningi. Hinsvegar telur margt ófatlað fólk það…
Bréf til einhverfa barnsins míns

Bréf til einhverfa barnsins míns

Höfundur: Michelle Sutton Fallega einhverfa barnið mitt, Einn daginn þegar þú verður eldri, muntu kannski rekast á sögur á internetinu. Sögur um foreldra sem meiða börnin sín – einhverf börn eins og þig. Þú gætir séð marga foreldra segja að þeir vorkenni þeim foreldrum. Þú gætir séð þá segja hluti…
Druslugangan 2016: Obeldi og fatlaðar konur á Íslandi

Druslugangan 2016: Obeldi og fatlaðar konur á Íslandi

Höfundar: Sigríður Jónsdóttir og Þorbera Fjölnisdóttir Þann 17. nóvember sl. gekk hópur kvenna frá Tabú og Kvennahreyfingu ÖBÍ kröfugöngu milli ráðuneyta og Alþingis til að mótmæla niðurfellingu mála um kynferðisofbeldi á dvalarheimilinu Nýjabæ, mála sem Kastljós hafði gert ítarleg skil nokkru áður. Mótmælin beindust ekki eingöngu að umræddum brotum og…
Skuggaskimun: Svör frá Barnahúsi

Skuggaskimun: Svör frá Barnahúsi

Þann 23. mars sl. sendi Skuggaskimun Tabú spurningar til Barnahúss um aðgengi fyrir fatlað fólk í Barnahúsi. Bárust svörn frá Barnahúsi 6 dögum síðar, þann 29. mars. Vegna óvæntra og óviðráðanlegra aðstæðna hefur starfsemi Tabú verið í lágmarki síðastliðinn mánuð og því hefur ekki verið unnt að birta svörin fyrr en…
Skuggaskimun: Spurningar til Barnahúss

Skuggaskimun: Spurningar til Barnahúss

Skuggaskimun hefur það hlutverk að kanna starfsemi stofnanna, hagsmunasamtaka, sveitarfélaga og fyrirtækja sem veita almenningi þjónustu, upplýsingar, ráðgjöf og stuðning. Vakin hefur verið athygli okkar á að Barnahús sé ekki að fullu aðgengilegt fyrir fötluð og/eða langveik börn, börn sem þurfa að koma í Barnahús og eiga fatlaða foreldra og…
Ekki í mínu nafni

Ekki í mínu nafni

Höfundur: Freyja Haraldsdóttir Ég er búin að vera sorgmædd, vonsvikin og reið yfir þeirri umræðu sem Þroskaþjálfafélagið hefur haldið á lofti síðustu daga. Ég hef velt fyrir mér hvort ég eigi að tjá mig um það eða þegja. Ég hef nú, eftir tveggja daga umhugsun, ákveðið að segja upphátt það…
Menning sem gróðrastía ofbeldis

Menning sem gróðrastía ofbeldis

Höfundur: Embla Guðrúnar Ágústsdóttir Um þessar mundir fer fram 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Sem samfélag höfum við undanfarna mánuði verið hressilega minnt á mikilvægi átaks sem þessa. Sem fötluð kona bý ég við veruleika þar sem ofbeldi, kúgun og misrétti er talið hversdagslegt og jafnvel eðlilegt. Ég bý…
Þegar trú mismunar, niðurlægir og vanvirðir

Þegar trú mismunar, niðurlægir og vanvirðir

Höfundur: Íva Marín Adrichem Ljósmynd: Axel Jón Fjeldsted Það er svo margt við trúarbrögð og hugsunina á bak við þau sem mér finnst fallegt. Í flestum trúarbrögðum er grunnhugsunin sú sama. Trú á eitthvað æðra og þrá manneskjunnar að tilheyra. Markmið flestra sem trúa er að öðlast innri og ytri…
Kröfuskjal fatlaðra kvenna til Alþingis

Kröfuskjal fatlaðra kvenna til Alþingis

Lagt fram 17. nóvember 2015 #ÉgErEkkiEin  Í ljósi þeirra atburða sem áttu sér stað á Nýja-Bæ, rannsókna sem liggja fyrir um háa tíðni ofbeldis gagnvart fötluðum konum, brotalamir réttarkerfisins, þá miklu aðgreiningu sem fatlaðar konur búa við og reynslu okkar allra af margþættri mismunun og ofbeldi í íslensku samfélagi, gerum…
Kröfuskjal fatlaðra kvenna til Ólafar Nordal, innanríkisráðherra

Kröfuskjal fatlaðra kvenna til Ólafar Nordal, innanríkisráðherra

Lagt fram 17. nóvember 2015 #ÉgErEkkiEin Í ljósi þeirra atburða sem áttu sér stað á Nýja-Bæ, rannsókna sem liggja fyrir um háa tíðni ofbeldis gagnvart fötluðum konum og brotalamir réttarkerfisins, og reynslu okkar allra af margþættri mismunun og ofbeldi í íslensku samfélagi, gerum við eftirfarandi kröfur til innanríkisráðherra. Að innanríkisráðherra…
Skilum skömminni!

Skilum skömminni!

Höfundur: Ágústa Eir Guðnýjardóttir Grein þessi birtist fyrst á Facebooksíðu druslugöngunnar og fengum við leyfi höfundar til þess að birta hana hér. Henni hefur verið örlítið breytt af höfundi.  Fyrir 30 árum hitti ég, fyrir tilviljun, giftan graðan leigubílstjóra sem var svo illa haldinn að hann fórnaði mesta annatíma helgarinnar,…
„Líkami minn er ekki almenningseign“ – Drusluganga 2014

„Líkami minn er ekki almenningseign“ – Drusluganga 2014

Ræða Emblu Guðrúnar Ágústsdóttur í Druslugöngunni 26. júlí 2014 Flestöll lærum við það frá unga aldri að það er sorglegt, slæmt og óaðlaðandi að vera fatlaður. Við lærum að vera góð við greyið fatlaða fólkið og þá sem minna mega sín. Við leiðum sjaldnast hugann að því hvernig tilfinning það…
Velmeinandi ofbeldismenn

Velmeinandi ofbeldismenn

Höfundur: Freyja Haraldsdóttir Á mínum 28 árum hef fólk oft misnotað vald sitt gagnvart mér. Og misnotkun valds einnar manneskju eða hóps gagnvart annarri manneskju eða hópi er ofbeldi. Dæmi um ofbeldi sem ég hef orðið fyrir: Líkamlegt ofbeldi, t.d. í sjúkraþjálfun sem barn þar sem beinin mín brotnuðu ítrekað…
Fimm ára stelpan sem fór ein út í heiminn

Fimm ára stelpan sem fór ein út í heiminn

Höfundur: Ágústa Eir Guðnýjardóttir Hluti I Yfirleitt læt ég bernskuminningarnar ekki flækjast fyrir mér, ekki svona dagsdaglega. Ég hef reynt, eftir fremsta megni, að gleyma þeim, ýta þeim til hliðar, læsa þær ofaní ruslagámi hugans og henda lyklinum. Ekki svo að skilja að allar bernskuminningarnar séu slæmar, alls ekki. Ég…
Staðreyndir um stöðu fatlaðra kvenna

Staðreyndir um stöðu fatlaðra kvenna

Stúlkur og konur á öllum aldri með hvers konar skerðingu eru almennt með þeim mest viðkvæmu og jaðarsettu manneskjum hvers samfélags. Sjá meira hér. Minna en fimm prósent barna og ungmenna með skerðingar hafa aðgengi að menntun og þjálfun. Stúlkur og ungar konur mæta miklum hindrunum við að taka þátt í…
Það sem ég sá

Það sem ég sá

Ég yfirgaf leikfimistímann, ég varð, því tónlistin lét mér líða illa. Ég stóð hjá hurðinni. Ég beið. Ég snéri að hurðinni inn í leikfimissalinn, og ég sá bekkjarfélaga þjóta út um hurðina og aðstoðarkennara fara í humátt á eftir honum. Aðstoðarkennarinn greip í vestið hans. Stöðvaði hann. Nemandinn barðist um.…