Sjálfstætt líf

Sjö ára afmæli með aðstoð: hugleiðingar um NPA

Sjö ára afmæli með aðstoð: hugleiðingar um NPA

Höfundur: Sigrún Bessadóttir Það er fimmtudagssíðdegi. Sonur minn er að fara að halda upp á sjö ára afmælið sitt í skemmtigarði í Helsinki þar sem við búum. Von er á fimmtán börnum sem ætla að ærslast og skemmta sér í einn og hálfan tíma. Við foreldrarnir og sonurinn mætum tímanlega. Með…
Mat á samstarfsverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA)

Mat á samstarfsverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA)

Af óútskýrðum ástæðum hefur mat á samstarfsverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) aldrei verið birt opinberlega nema að litlum hluta þrátt fyrir að vera opinber gögn.  Matið var unnið fyrir velferðarráðuneytið og iðnaðarráðuneytið og lágu niðurstöður fyrir á vormánuðum 2016. Eins og kemur fram í inngangi skýrslu 1 var markmið…
Áratugur af frelsi

Áratugur af frelsi

Á þessum tíma fyrir tíu árum síðan var ég nýbúin að ráða minn fyrsta hóp af aðstoðarkonum eftir að hafa undirritað fyrsta NPA samninginn minn. Hann var langt frá því að vera fullkominn en hann var þó upphafið af umbyltingu á lífi mínu. Ég hef alveg frá því að ég…
Lífið okkar er ekki tilraun

Lífið okkar er ekki tilraun

„Þriðjudaginn 20. september síðastliðinn fundaði ég með fulltrúum félagsþjónustunnar þar sem mér var tilkynnt að ég gæti ekki komist heim til mín vegna manneklu í heimahjúkrun. Til að brúa bilið var mér boðin hvíldarinnlögn á stofnun. Ég þarf ekki hvíld, ég vil bara komast heim“ segir Sigríður Guðmundsdóttir. Á þessum…
Yfirlýsing Tabúkvenna til borgarstjórnar vegna fyrirhugaðrar vistunar barna og ungmenna á Kópavogshæli

Yfirlýsing Tabúkvenna til borgarstjórnar vegna fyrirhugaðrar vistunar barna og ungmenna á Kópavogshæli

Föstudaginn 9. september sl. birti Friðrik Sigurðsson, sem starfar fyrir Þroskahjálp, pistil undir heitinu Uppbygging Kópavogshælis? þar sem hann spyrst fyrir um hvort rétt sé að vista eigi fötluð ungmenni á Kópavogshæli til bráðabirgða á meðan varanlegt úrræði (svokallað) er gert tilbúið. Tabú krefst einnig svara við þessari fyrirspurn enda málið…
Yfirlýsing fatlaðra kvenna í Tabú til stuðnings Björgvini Unnari Helgusyni, fjölskyldu hans og öðrum í sambærilegum aðstæðum

Yfirlýsing fatlaðra kvenna í Tabú til stuðnings Björgvini Unnari Helgusyni, fjölskyldu hans og öðrum í sambærilegum aðstæðum

Um leið og við, fatlaðar konur í Tabú, fögnum því að Hafnarfjarðarbær og Velferðarráðuneytið hafi komist að samkomulagi um að veita Björgvini Unnari Helgusyni og fjölskyldu hans viðeigandi aðstoð svo hann geti flust af spítala og heim til sín, viljum við sýna þeim og öðrum í sambærilegum aðstæðum stuðning. Það…
Áslaug: Ég er fötluð allan sólarhringinn – ég bý heima hjá mér

Áslaug: Ég er fötluð allan sólarhringinn – ég bý heima hjá mér

Höfundur: Áslaug Ýr Hjartardóttir Eigið heimili, bílpróf, stúdentspróf, íþróttir, góð vinna. Allt eru þetta sjálfsagðir hlutir sem íslensk stúlka getur látið sig dreyma um. Flest af þessu telst tilheyra sjálfsögðum mannréttindum, s.s. menntun, ferðafrelsi og síðast en ekki síst valfrelsi. En einhvern veginn er það ekki sjálfsagt að allir fái…
Ágústa: Ég er fötluð allan sólarhringinn – ég bý heima hjá mér

Ágústa: Ég er fötluð allan sólarhringinn – ég bý heima hjá mér

Höfundur: Ágústa Eir Guðnýjardóttir Á síðustu þremur mánuðum hefur réttarkerfi Íslands, báðum dómstigum, tekist að fótum troða mannréttindi tveggja fatlaðra einstaklinga með þeim hætti að maður getur ekki orða bundist. Hér er annars vegar um að ræða dóm Hæstaréttar í máli Benedikts Hákons Bjarnasonar þar sem Reykjavíkurborg var sýknuð af kröfu…
Ég bý ekki með Brynjari Níelssyni, ekki ennþá!

Ég bý ekki með Brynjari Níelssyni, ekki ennþá!

Höfundur: Ágústa Eir Guðnýjardóttir Fyrir mörgum árum ákvað ég, þá 18 ára gömul, að flytja að heiman. Ég vissi ekki þá hvort sú ákvörðun væri tímabundin eða endanleg, en alla vega ákvað ég að yfirgefa æskuheimilið og flytja í annað sveitarfélag til að vinna. Þegar frá leið vissi ég að…
Er NPA dýrt djók?

Er NPA dýrt djók?

Höfundur: Rúnar Björn Herrera Þorkelsson Í ljósi umræðunnar undanfarið um það hvað hún Freyja er mikil frekja að heimta að boðið verði upp á NPA samninga í stað frekari uppbyggingar á stofnunum, sem að margra mati ganga gegn Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þá langar mig hér að…
Opið bréf til borgarráðs

Opið bréf til borgarráðs

Höfundur: Freyja Haraldsdóttir Fyrir sjö árum síðan, nánar tiltekið í júlí 2007, umturnaðist líf mitt. Ég hætti að kvíða framtíðinni, óttast um að ég myndi aldrei geta flutt að heiman og þurfa að flytja inn á íbúðakjarna (stofnun). Með tímanum hætti ég að vona að ég myndi deyja ung því…