Druslugangan 2014

Laugardaginn 26. júlí 2014 var Druslugangan farin í fjórða sinn á Íslandi. Gangan hefur það markmið að færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum yfir á gerendur og hætta að einblýna á klæðnað, hegðun, hæfni eða fas þolenda sem afsökun fyrir kynferðisglæpum.

Skiltagerð

Mynd af 7 konum sem sitja í kringum stórt borð og útbúa skilti

 

Fatlaðar konur úr öllum áttum sameinuðust fyrir Druslugönguna það árið til þess að vekja athygli á því ofbeldi sem fatlaðar konur verða fyrir. Um 20 fatlaðar konur lögðu á sig mikla vinnu í samstarfi við Tabú við skipulag og undirbúning svo skilboðin kæmust vel til skila í Druslugöngunni. Úr varð mikill kraftur sem skilaði sér svo sannarlega þar sem skilaboð okkar, fatlaðra kvenna, voru áberandi og afdráttalaus!

Embla heldur ræðu

Embla heldur ræðu fyrir þátttakendur Druslugöngunnar 2014

 

Að lokinni göngunni hélt Embla Guðrúnar Ágústsdóttir, önnur talskona Tabú, ræðu þar sem hún sagði meðal annars: „Dagurinn í dag er merkilegur dagur. Í dag tóku á annan tug fatlaðra kvenna þátt í druslugöngunni með það að markmiði að skila skömminni heim. Það er merkilegt vegna þess að flestar fatlaðar konur á Íslandi búa við mikla kúgun, ofbeldi, fordóma og frelsisskerðingu sem veldur því að þátttaka í göngunni getur jafnvel verið hættuleg. Það er mjög stutt síðan að ég áttaða mig á því að ég þarf ekki að vera kurteis við þá sem kúga mig og beita mig ofbeldi. Ég er ótrúlega stolt og þakklát að vera hluti af þessum sterka hópi fatlaðra kvenna. Við erum hættar að taka ábyrgð á öll því ofbeldi og þeim fordómum sem við höfum og munum verða fyrir – við skilum skömminni heim!“

Hægt er að lesa ræðuna í heild sinni hér.

 

Iva Marin

Á myndinni snýr Iva Marín Adrichem baki í myndavélina og á bakinu er hún með skilti sem á stendur: Ég er kynvera – ekki viðfang. Myndin er tekin fyrir utan Hallgrímskirkju áður en Druslugangan fór af stað.

Steinunn

Á myndinni stendur Steinunn Anna Másdóttir með skilti í höndunum. Á því stendur: Fjölskyldan trúði henni ekki, hún var sökuð um lygar. Myndin er tekin fyrir utan Hallgrímskirkju áður en gangan fór af stað.

 

Ran

Á myndinni stendur Rán Birgisdóttir með skilti í höndunum. Á því stendur: Fjölbreytileiki ekki afbrigðileiki. Myndin er tekin fyrir utan Hallgrímskirkju áður en gangan fór af stað.

Silja

Á myndinni stendur Silja Katrín Hallgrímsdóttir með skilti í höndunum. Á því stendur: Ég á mig sjálf! Myndin er tekin fyrir utan Hallgrímskirkju áður en gangan fór af stað.

Kolbrun

Á myndinni er Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir klædd í gólfteppi sem hún kallar kerfisteppið og er með bleikan hatt þar sem standa skilaboð sem sjást ekki á myndinni. Hún er með skilti þar sem stendur: Ég er ekki dýr. Hættu að klappa mér.

Thorbera

Á myndinni situr Þorbera Fjölnisdóttir í hjólastólnum sínum og á bakvið hana stendur sonur hennar. Hún heldur á skilti sem á stendur: Það er aldrei of seint að segja frá! Myndin er tekin fyrir utan Hallgrímskirkju áður en gangan fór af stað.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Embla m skilti

Á myndinni situr Embla Guðrúnar Ágústsdóttir í hjólastólnum sínum. Hún er með skilti sem á stendur: Líkami minn er ekki almenningseign. Á bringunni á Emblu stendur: Disability Bitch. Myndin er tekin fyrir utan Hallgrímskirkju áður en gangan fór af stað.

Agusta

Á myndinni snýr Ágústa Eir Guðnýjardóttir baki í myndavélina og er klædd í svokallað Velferðarráðuneytisteppi. Á því stendur: Ráðamenn og réttarkerfi ósómann undan teppunum. Burt með ofbeldi gegn fötluðu fólki á Íslandi. Fyrir neðan textann eru skóför og fyrir ofan þau stendur: Ráðuneytisskórnir. Myndin er tekin fyrir utan Hallgrímskirkju áður en gangan fór af stað.

Freyja

Á myndinni liggur Freyja Haraldsdóttir í hjólastólnum sínum. Hún er með skilti sem á stendur: Ég er ekki hlaðborð. Á enninu á Freyju stendur: Disability Bitch. Myndin er tekin fyrir utan Hallgrímskirkju áður en gangan fór af stað.

 

Sigridur

Á myndinni stendur Sigríður Jónsdóttir. Hún heldur á skilti sem á stendur: Æi, finnst þér óþægilegt að tala við mig? Jafnaðu þig. Myndin er tekin fyrir utan Hallgrímskirkju áður en gangan fór af stað.

 

Maria

Á myndinni stendur María Hreiðarsdóttir. Hún er með skilti sem á stendur: Fordómar þínir gagnvart fötluðu fólki búa til ofbeldismenningu. Myndin er tekin fyrir utan Hallgrímskirkju áður en gangan fór af stað.

 

Hopmynd

Hópmynd af fötluðu konunum sem tóku þátt í druslugöngunni. Myndin er tekin fyrir utan Hallgrímskirkju áður en gangan fór af stað.

 

Svipmynd

Svipmyndir úr göngunni.

 

Svipmyndir úr göngunni.

 

Svipmyndir úr göngunni.

 

Svipmyndir úr göngunni.

 

Svipmyndir úr göngunni.

 

Svipmyndir úr göngunni.

 

Svipmyndir úr göngunni.

 

Svipmyndir úr göngunni.

 

Svipmyndir úr göngunni.

 

Svipmyndir úr göngunni.

 

Svipmyndir úr göngunni.

 

Svipmyndir úr göngunni.

 

Svipmyndir úr göngunni.

 

Svipmyndir úr göngunni.

 

Svipmyndir úr göngunni

 

Ræðukonur druslugöngunnar kynntar á svið.

 

Bjort

Björt Ólafsdóttir þingkona Bjartrar framtíðar flytur þrumuræðu.

 

Embla Guðrúnar Ágústsdóttir flytur ræðu fyrir hönd fatlaðra kvenna.

 

Embla Guðrúnar Ágústsdóttir flytur ræðu.

 

Embla Guðrúnar Ágústsdóttir flytur ræðu.