Kúgun hversdagsins

Virðingarvakningin hófst þann 13. desember 2014 á facebooksíðu Tabú í þeim tilgangi að vekja athygli almennings á öllum þeim fötlunarfordómum, fyrirlitningu og staðalmyndum sem birtast okkur dags daglega í gegnum fjölmiðla og samskiptamiðla. Í 8. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eru fjölmiðlar hvattir til þess að gefa mynd af fötluðu fólki sem samræmist tilgangi samnings og aðildarríkjum gert að skuldbinda sig til þess að vinna gegn staðalmyndum, fordómum og skaðlegum venjum sem tengjast fötluðu fólki.

Allar ábendingar um efni sem gæti átt erindi í albúmið eru vel þegnar í gegnum facebook-póst eða á netfangið freyja@tabu.is.

 

Hér má sjá frétt á Pressunni með fyrirsögninni: Ótrúlega fallegur legsteinn á leiði lítils drengs.

Hér má sjá frétt á Pressunni með fyrirsögninni: Ótrúlega fallegur legsteinn á leiði lítils drengs: „Á himninum þarf ekki hjólastól“ Upphaf fréttarinnar er: „Hann var bundinn við hjólastól megnið af stuttu lífi sínu en nú er hann laus undan jarðneskum byrðum sínum.“ Með fréttinni fylgir mynd af legsteini 10 ára fatlaðs drengs. Ofan á steininum er stytta af hjólastól og barni sem svífur upp úr hjólastólnum.

 

Hér birtist frétt á Smartlandi um að Helgi Hjörvar, þingmaður, hafi mætt á afmælishátíð Blindrafélagsins

Hér birtist frétt á Smartlandi um að Helgi Hjörvar, þingmaður, hafi mætt á afmælishátíð Blindrafélagsins með fyrirsögninni: Helgi tók hund­inn með sér. Upphaf greinarinnar er: Helgi Hjörv­ar lét sig ekki vanta í 75 ára af­mæli Blindra­fé­lags­ins sem haldið var á þriðju­dag­inn. Með í för var hund­ur­inn X sem er gegn­ir mik­il­vægu hlut­verki í lífi Helga sem er sjónskert­ur. Fréttin birtist 21. ágúst 2014 og má lesa hana hér: http://www.mbl.is/smartland/samkvaemislifid/2014/08/21/helgi_tok_hundinn_med_ser/

 

Hér má sjá mynd sem fylgir með áðurnefndri grein um Helga Hjörvar

Hér má sjá mynd sem fylgir með áðurnefndri grein um Helga Hjörvar af honum sjálfum, Söndru Helgadóttur og hjálparhundi Helga. Hjálparhundur Helga er nafngreindur á myndinni. Á texta undir mynd stendur: Sandra Helga­dótt­ir, Helgi Hjörv­ar og hund­ur­inn X.

 

Hér má sjá textabrot úr viðtali sem birtist í Fréttatímanum.

Hér má sjá textabrot úr viðtali sem birtist í Fréttatímanum. Undirstrikum við eftirfarandi texta: Þær berast mánuði síðar en þá kemur í ljós að hún er alvarleg hreyfihömluð og líklega einhverf. Staðan var því heldur breytt og læknar ráðlögðu okkur að bakka út. […] og þau hættu formlega við að ættleiða stúlkuna.

 

Hún.is birti 5. september 2014 umfjöllun um ljósmyndir af stúlku sem vantar á aðra höndina.

Hún.is birti 5. september 2014 umfjöllun um ljósmyndir af stúlku sem vantar á aðra höndina. Fyrirsögnin er: Sérð þú hvað gerir þessa stúlku einstaka? Í texta stendur m.a.: Það er eitthvað sem gerir þessa stúlku ólíka öðrum stúlkum á hennar aldri. Á facebook deila þau fréttinni og segja: Horfðu VEL á myndirnar, því ekki er allt sem sýnist! Hvað greinir þú í umhverfi litlu stúlkunnar sem er frábrugðið því sem þú átt að venjast?

 

Á myndinni er frétt um fólk með ADHD sem birtist á Rúv 24. september 2014.

Á myndinni er frétt um fólk með ADHD sem birtist á Rúv 24. september 2014. Fyrirsögnin er: ADHD ýtir undir afbrotahegðun Fyrsta setningin er: ADHD getur eyðilagt líf fólks, ef sjúkdómurinn er ekki meðhöndlaður. Því fyrr því betra segir prófessor í réttarsálfræði.

 

Um er að ræða skjámynd af frétt á www.sedogheyrt.is en þar er frétt um jólatónleika Stebba Hilmars.

Um er að ræða skjámynd af frétt á www.sedogheyrt.is en þar er frétt um jólatónleika Stebba Hilmars. Fyrirsögnin er: Fötluð með tattú af Stebba Hilmars á handleggnum. Meðfylgjandi fréttinni er mynd af Stebba Hilmars með konu að nafni Rakel Árnadóttir þar sem hún sýnir tattúið og Stebbi bendir á það.

 

*Viðvörun: gróft og niðrandi orðalag.*

Freyja fann gömul skilaboð í ruslpóstinum sínum á Facebook síðan hún gagnrýndi Vigdísi Finnbogadóttur fyrir að nota hugtakið fötlun til þess að lýsa upplausnarástandinu á Rúv í desember í fyrra.

Tabú tók ákvörðun um að birta þessi hatursbréf. Sendandi ber dulnefnið Ókunnugur Ókunnugi.

Myndin sýnir skjáskot af skilboðunum

Myndin sýnir skjáskot af skilboðunum, í þeim stendur: „Horfði á þig í Íslandi í dag og finnst þetta alveg komið gott hjá þér. Ég hef alltaf stutt þig en ekki lengur. Núna ertu búin að gera vel uppá bak. Hafðu nú vit á því að halda kjafti og þegja á meðan stormurinn er að ganga yfir og allir eru að gleyma þessu. Auk þess á fólk eins þú ekkert erindi inná Alþingi. Ekki gleyma hver borgar undir rassgatið á þér og aðstoðarkonunni þinni á Alþingi. Þú hefur ekkert að gera þarna inn. Þú situr bara samankrumpuð í stólnum þínum og gerir ekkert gagn. Þú átt að vera á stofnun en ekki útí samfélaginu. HALTU KJAFTI HELVÍTIS DJÖFULSINS ANDSKOTANS ÞROSKAHEFTA MELLAN ÞÍN!!!!! HELDUR AÐ ÞÚ SÉRT EITTHVAÐ EN ERT EKKERT!“