Höfundur: Michelle Sutton
Fallega einhverfa barnið mitt,
Einn daginn þegar þú verður eldri, muntu kannski rekast á sögur á internetinu. Sögur um foreldra sem meiða börnin sín – einhverf börn eins og þig.
Þú gætir séð marga foreldra segja að þeir vorkenni þeim foreldrum.
Þú gætir séð þá segja hluti eins og að þeir geti skilið hvers vegna þeir meiða þessi börn því þau séu einhverf og það sé svo erfitt að búa með þeim.
Þú gætir heyrt þau segja hluti eins og að hvaða foreldri einhverfs barns sem er gæti misst stjórn á sér og meitt barnið sitt. En ég vil að þú vitir svolítið.
Þeir hafa rangt fyrir sér.
Þú gætir verið eins og þessi börn. En ég er ekki eins og þessir foreldrar.
Ég verð aldrei eins og þeir. Því lofa ég þér.
Ég vildi eiga þig áður en þú fæddist, eftir að þú fæddist og þegar þú fékkst greiningu.
Ég vil ennþá eiga þig þegar þú átt erfiða daga, þegar ég á erfitt með að skilja þig, þegar ég er þreytt, þegar ég er pirruð og þegar mig langar að gera mér til geðs.
Ég mun aldrei nota þinn sársauka til þess að réttlæta mínar tilfinningar.
Ég mun aldrei berskjalda þig á viðkvæmum augnablikum.
Ég mun aldrei kenna þér um mín vandamál.
Ég mun aldrei reyna að meiða þig. Nokkurn tímann.
Þú ert mitt dýrmæta barn. Ég mun elska þig. Ég mun hjálpa þér. Ég mun passa þig. Alltaf.
Ég vona að þú vitir að það er nóg af fólki sem finnst þú mikils virði.
Ég vona að þú vitir að þú ert elskað og vel metið barn, nákvæmlega eins og þú ert.
Þín mamma.