top of page
  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram

Fatlað fólk fjölmennti á fund með utanríkisráðherra

  • Writer: Tabú
    Tabú
  • Mar 10, 2022
  • 1 min read

Embla afhentir utanríkisráðherra áskorunina

Fulltrúar Átaks, Tabú, NPA miðstöðvarinnar, Þroskahjálpar og ÖBÍ funduðu í gær, miðvikudaginn 9. mars, með utanríkisráðherra Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur. Þar var ráðherra afhent áskorun til stjórnvalda vegna fatlaðs fólks í Úkraínu.


Á fundinum var rætt um hræðilegar aðstæður fatlaðs fólks í Úkraínu og skoraði hópurinn á stjórnvöld að grípa tafarlaust til aðgerða til að tryggja öryggi fatlaðra borgara í því stríði sem nú geysar í Úkraínu og koma á friði.


Jafnframt var rætt um það á fundinum að vanda þyrfti til verka við móttöku fatlaðs flóttafólks hér á landi til að koma í veg fyrir kerfislægar hindranir, draga úr bið og stuðla að samfellu í þjónustu. Bent var á að skipulag móttökunnar ætti að vera unnið í samráði við fatlað fólk og samtök þess og buðu fulltrúar hagsmunasamtaka fatlaðs fólks á fundinum fram aðstoð til stjórnvalda varðand móttökuna.


Tabú þakkar ráðherra fyrir góðan fund og við treystum því að gengið verði beint í þau verkefni sem rædd voru.


Fulltrúar Átaks, Tabú, NPA miðstöðvarinnar, Þroskahjálpar og ÖBÍ á fundi með utanríkisráðherra

bottom of page