Texti á mynd: Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Freyja Haraldsdóttir munu halda tvö námskeið á vegum Tabú þar sem fjallað verður um sjálfsmyndir, alls konar líkama, mannréttindi, frelsi, sjálfræði og ýmislegt annað sem tengist fötluðu fólki og má alls ekki ræða.
Um er að ræða tvö sérsniðin námskeið en þau eru:
Fyrir foreldra fatlaðra barna og unglinga dagana 12., 14., 19. og 21. maí kl. 19:30-22:00.
Fyrir fatlaðar konur á öllum aldri dagana 13., 15., 20. og 22. maí kl. 19:30-22:00.
Verð fyrir námskeið er 8000 kr. Ef fleiri en ein manneskja úr sömu fjölskyldu vill sækja námskeiðin er verðið 6000 kr.
Við lofum stuði, alvarleika, praktískum fróðleik og góðum tíma fyrir umræður í friði frá fólki sem hefur ekki upplifað og minna skilur!
Ef þörf er á táknmáls- eða annars konar túlkun vinsamlega tilgreinið það við skráningu. Einnig ef taka þarf tillit til einhverra annarra þátta er sjálfsagt að láta okkur vita.
Nánari upplýsingar um Tabú, Emblu og Freyju má finna á http://www.tabu.is.
Staðsetning auglýst síðar en verður á höfuðborgarsvæðinu.
Vinsamlega skráið ykkur fyrir 2. maí nk. á námskeið með því að senda póst á embla@tabu.is.