Alison Lapper með son sinn.
Stúlkur og konur á öllum aldri með hvers konar skerðingu eru almennt með þeim mest viðkvæmu og jaðarsettu manneskjum hvers samfélags. Sjá meira hér.
Minna en fimm prósent barna og ungmenna með skerðingar hafa aðgengi að menntun og þjálfun. Stúlkur og ungar konur mæta miklum hindrunum við að taka þátt í félagslífi og öðru þroskavænlegu umhverfi.
Tíðni læsis meðal fullorðins fólks með skerðingar er um þrjú prósent. Einungis eitt prósent fatlaðra kvenna í heiminum eru læsar samkvæmt rannsókn sem var gerð 1998 af Sameinuðu þjóðunum. Sjá meira hér.
Fatlað fólk almennt mætir hindrunum við að starfa á almennum vinnumarkaði, en ef horft er á stöðuna með kynjagleraugum, eru fatlaðir karlmenn næstum tvöfalt líklegri til þess að vera með vinnu en fatlaðar konur. Þegar fatlaðar konur vinna, upplifa þær ójafnrétti við ráðningar og stöðu- og launahækkanir, verra aðgengi að námskeiðum og endurmenntun, bónusum og margskonar framleiðni, njóta ójafnra launa fyrir sambærileg störf og aðgreiningu á vinnumarkaði og í starfsvali. Fatlaðar konur taka sjaldnast þátt í efnahagslegum ákvörðunum. Sjá meira hér.
Á hverri mínútu slasast eða fatlast rúmlega þrjátíu konur alvarlega í vinnunni. Hinsvegar eru þessar 15-20 milljónir kvenna almennt ósýnilegar. Sjá meira hér.
Ballerína með downs heilkenni
Fatlaðar konur á öllum aldri hafa minni aðgang að heilbrigðisþjónustu. Konur með geðraskanir eru sérstaklega viðkvæmur hópur, vegna skilningsleysis á því hve mikil ógnun við geðheilsu kynjamisrétti, ofbeldi, fátækt, stríðsástand og annars konar félagslegri útskúfun er. Sjá meira hér.
Tæplega 42 prósent fatlaðra kvenna eru haldnar lyndisröskunum í samanburði við tæplega 30 prósent karla. Sjá meira hér.
Fatlaðar konur mæta mörgum hindrunum við að komast í viðeigandi húsnæði og fá viðeigandi þjónustu. Sjá meira hér.
Fatlaðar konur eru líklegri til þess að vera stofnannavistaðar en fatlaðir karlar. Sjá meira hér.
Þessir punktar voru teknir saman af WomenWatch á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þá má finna hér.