top of page

Vilt þú taka þátt í að rjúfa þögnina?

Í tilefni af Druslugöngunni 2016 mun Tabú fjalla sérstaklega um mál sem tengjast drusluskömm, kynverund, kynhneigð, kynlífi, líkamsvirðingu og friðhelgi fatlaðra kvenna og fatlaðs trans fólks frá ofbeldi. Við leitum nú að reynslusögum, frásögnum eða ljóðum jafnt stuttum sem löngum frá fötluðum konum og fötluðu transfólki. Það er trú okkar að með því að rjúfa þögnina í kringum kynlíf, sjálfsfróun, kynverund, fantasíur og ástarsambönd okkar getum við tekið vald yfir lífi okkar og líkama og skilað skömminni þangað sem hún á heima.

Tabúkonurnar Ágústa og Bára munu sjá um að safna sögunum saman. Hægt er að hafa samband við þær í gegnum netfangið ag@vortex.is eða í síma 897-5410.

Eins fögnum við nafnlausum frásögnum sem hægt er að senda inn hér að neðan.

[ap-form]

3 views
bottom of page